fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Matur

Ketóhornið: Súkkulaðibitasmákökurnar sem eru að gera allt vitlaust á TikTok

DV Matur
Mánudaginn 4. maí 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV. Hér deilir hún ljúffengri uppskrift að súkkulaðibitasmákökum.

TikTok er að taka yfir allt þessa dagana. Samfélagsmiðill hefur stytt fólki stundir í inniverunni síðustu vikur. Síðast var það Dalgona kaffidrykkurinn sem var að gera allt vitlaust á miðlnum, en nú eru það súkkulaðibitakökur sem innihalda aðeins fimm hráefni og bráðna í munni.

Ég var ekki lengi að gera LKL/Ketó útgáfu af þessu sælgæti.

Það má segja að þessar hafi heldur betur slegið í gegn á heimilinu enda situr rúmlega helmingur fjölskyldunnar sveittur yfir námsbókum í próflestri og þá er ekki leiðinlegt að geta nartað í svona orkubombur.

Í kökurnar þarf einn bolla af hnetusmjöri. Ég nota hnetusmjör frá BodyLab sem hentar, að mínu mati, best fyrir LKL og Ketó. Það fæst bæði gróft og fínt en ég nota þetta grófa þar sem það gefur kökunum skemmtilegri áferð.

Hér er svo restin af hráefnunum.

1/3 bolli sukrin gold

1 egg

1 tsk matarsódi

½ bolli sykurlausir súkkulaði dropar

Hægt er að fá sykurlausa súkkulaðidropa hjá lowcarb.is

Aðferð:

Þetta er allt hrært vel saman og úr þessu eru mótaðar 12 jafnstórar kökur sem eru því næst bakaðar á 175 gráðum í 10-12 mínútur.

Það er gott fletja kökurnar örlítið niður áður en þær fara í ofninn ef deigið er mjög þykkt og strá flögusalti yfir þær.

Kökurnar eru í fyrstu mjög mjúkar viðkomu en stífna svo þegar þær kólna. Og þá er bara að njóta með ískaldri ósætri möndlumjólk.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins