fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Matur

Vanillu-muffins með bláberjum sem börnin elska

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 30. maí 2020 14:30

Andrea og Alexandra elska að baka með mömmu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessar fersku og góðu bláberjamuffins eru alltaf góðar, einfaldar í framkvæmd og smakkast alltaf vel. Mér finnst mjög þægilegt að baka þær í miklu magni og eiga í frysti þegar sumarnámskeiðin fara að byrja hjá dætrum mínum og það flýtir fyrir á morgnana að geta gripið í tilbúið, gott og heimagert nesti,“  segir Una Guðmunds matgæðingur DV og bloggari á Unabakstur.is 

250 g hveiti
300 g sykur
3 tsk. lyftiduft
1½ tsk. vanilludropar
½ tsk. salt
4 egg
100 g smjör, mjúkt
2½ dl mjólk
Fersk bláber

Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið saman hveiti, sykri, salti, lyftidufti, smjöri, mjólk og vanilludropum og þeytið í hrærivél í nokkrar mínútur.
Bætið eggjunum í og þeytið saman við. Setjið fersk bláber ofan á hverja muffinsköku, 3-4 stykki.
Setjið í pappaform og bakið í um 15 mínútur.

Mynd: Una Guðmundsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum