fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Matur

Una í eldhúsinu: Dúndur djöflaterta með hnausþykku kremi

DV Matur
Laugardaginn 18. apríl 2020 14:00

Dúndur djöflaterta. Mynd: DV/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir er nýr matgæðingur DV og heldur úti síðunni unabakstur.is. Hér deilir hún uppskrift að dúndur djöflatertu með hnausþykku kremi.

Una Guðmundsdóttir. Mynd: Ernir/DV

Kökubotnar

Hráefni

200 ml soðið vatn
6 msk. kakó, passið að sigta
kakóið
100 g púðursykur
130 g smjör, mjúkt
100 g sykur
3 egg
220 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
3 tsk. vanilludropar

Aðferð

 1. Ofn hitaður í 180 gráður og tvö 20- 25 cm bökunarform húðuð vel að innan með annaðhvort Pam-spreyi eða smjörlíki.
 2. Kakó og púðursykri er blandað saman við vatnið. Gætið þess að það sé ekki meira en fingurvolgt. Setjið til hliðar.
 3. Smjör og sykri er hrært saman þar til blandan verður ljós og létt í sér. Þá er eggjunum bætt saman við blönduna og allt hrært vel saman.
 4. Því næst er restinni af þurrefnunum bætt saman við.
 5. Að lokum er vatninu sem búið var að blanda með sykri og kakó bætt út í og deiginu blandað vel saman.
 6. Deiginu er svo skipt jafnt í tvö bökunarform og bakað í um 25-35 mínútur.
 7. Passið að botnarnir kólni alveg áður en kreminu er smurt á.
Mynd: Ernir/DV

Krem

500 g smjörlíki við stofuhita
500 g flórsykur
3 msk. vanilludropar

Aðferð: 

  1. Öllu blandað saman og látið hrærast saman í nokkrar mínútur.
  2. Þá má leggja kremið á milli botnanna og utan um alla kökuna.

Mér finnst betra að nota smjörlíki í kremið, það verður léttara í sér og fær minna smjörbragð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
04.07.2020

Fylltar kjúklingabringur og sætarkartöflur – „Má ég fá meira takk“

Fylltar kjúklingabringur og sætarkartöflur – „Má ég fá meira takk“
Matur
04.07.2020

Þetta borðar Simmi Vill á venjulegum degi

Þetta borðar Simmi Vill á venjulegum degi
Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi