fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Svona gengur Jennu Jameson aftur á ketó eftir pásu

DV Matur
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 17:30

Jenna Jameson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi klámstjarnan og ketó drottningin Jenna Jameson tók sér pásu frá ketó í lok síðasta árs. Fyrir það var hún á ketó í eitt og hálft ár og missti tæplega 40 kíló. Hún var dugleg að deila fyrir og eftir myndum á Instagram og alls konar ráðum tengdum ketó-lífsstílnum.

Í ketópásunni sinni þyngdist hún um níu kíló.

„Þyngdin kom hratt og ákaft til baka. Ég veit um marga sem eru að hætta á ketó því það er erfitt að viðhalda því og eftir eitt og hálft ár er ég sammála. Ég er ekki viss um hvort ég fari aftur alveg á ketó eða telji bara kaloríur. Hvað finnst ykkur?“ Sagði hún um ketópásuna.

Um miðjan desember 2019 ákvað hún að byrja aftur á ketó en ekki alveg hundrað prósent ketó.

„Ókei þetta er byrjunarpunkturinn. Ég hef ákveðið að vera á ketó sex daga vikunnar og leyfa mér að borða hvað sem er einn dag í viku, fyrir utan unninn sykur og unna matvöru. Ég er núna tæp 66 kíló og ég vona að ég grennist og finni fyrir þessum fallega ketó skýrleika í hausnum!“ Skrifaði hún á Instagram, en hún ætlar að sjálfsögðu að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með ferlinu eins og hún hefur gert hingað til.

Nú hefur Jenna gefið uppfærslu á hvernig henni gengur á „semi-ketó.“

„Þá er ég búin að missa 4,5 kíló,“ segir hún og bætir við að það gangi ekki eins hratt að léttast eins og áður því hún sé ekki alveg ketó. „Ég leyfi mér ennþá suma hluti eins og lágkolvetnabrauð, suma ávexti og stundum núðlusúpu.“

https://www.instagram.com/p/B8SFuKghDSO/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“