fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Ótrúlegur árangur Guðnýjar: Var búin að prófa allt en þetta breytti öllu – „Ég er hvergi nærri hætt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 14:14

Guðný Tómasdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Tómasdóttir fagnaði tveggja ára ketó-afmæli í gær. Í tilefni dagsins sagði hún sögu sína og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila henni áfram með lesendum.

Áður en Guðný byrjaði á ketó hafði hún reynt allt en endaði alltaf með að gefast upp. En ketó breytti öllu.

„Ég var 46 ára þegar ég byrjaði þessa vegferð, búin að eiga fjögur börn, þrjár meðgöngur. Mér fannst ég vera tiltölulega hraust, en eitt og annað sem ég var farin að sætta mig við af því ég taldi mig bara vera orðna gamla. Þreyta seinni partinn, heilaþoka og smá verkir hér og þar heyra nú allt sögunni til. Svo finnst mér vera viss frelsun í því að þurfa ekki alltaf að vera að borða. Vita að það sé allt í lagi að vera svangur, maður er ekki að deyja. Langar ekki lengur til að borða allt og alla. Það finnst mér vera einstök tilfinning,“ segir Guðný.

Guðný og eiginmaður hennar í dag.

Fékk alveg nóg

Guðný hóf sína ketó vegferð 19. febrúar 2018.

„Þá hafði ég fengið algerlega nóg um áramótin af mínu ástandi og varð uppgefin yfir þessu öllu. Aldrei verið jafn þung en fannst ég samt alltaf vera að reyna eitthvað en ekkert gekk ég hreinlega bara þyngdist,“ segir hún.

„Ég var búin að prufa að: Hætta að drekka gos. Hætta að borða brauð. Hætta að borða sykur. Hætta að borða nammi. Borða oft á dag. Borða einu sinni á dag. Borða hafragraut. Chiagraut. Hreyfa mig meira. Mér fannst ég hreinlega búin að reyna allt. En málið var að ég var alltaf bara að reyna eitt í einu og jafnvel jók aðra vitleysu í leiðinni. Og sprakk svo af því að ekkert gerðist og fannst þetta allt tilgangslaust.“

Síðan heyrði Guðný um ketó í fyrsta sinn frá vinkonu sinni.

„Þá kom til mín vinkona sem ég hitti ekki oft en nógu oft til að ég var búin að sjá hana bæta óþarflega hratt og mikið á sig og var hún þó talsvert yngri en ég. En þarna þegar hún kom í heimsókn hafði ég líklega ekki séð hana í ár og ég trúði nánast ekki eigin augum. Á einu ári var hún búin að missa eitthvað yfir 30 kg og var mega flott. Ég hreinlega fékk vonina aftur og bara gat ekki hætt að spyrja hvað, hvernig, klukkan hvað ég bara varð að fá að vita,“ segir hún.

„En þarna fyrst fékk ég að vita að Ketó/LKL væri til. Þetta var í byrjun febrúar 2018. Eftir þetta hreinlega datt ég á netið og las og las og las allt sem ég komst yfir. Ákvað svo að taka 21 daga áskorun hjá Gunna og sé ég sko aldrei eftir því. Fór að hanga yfir snapchat og instgram og fá allskonar hugmyndir hjá Maríu Kristu, Lákolvetna Allý og Lowcarb Lindu og fleirum sem ég komst yfir. Ég fékk þetta hreinlega á heilann sem ég held að fólk þurfi pínu á að halda til að snúa slæmum siðum við. Diet doctor á miklar þakkir fyrir þann árangur sem ég hef náð og margar aðrar góðar síður sem hægt er að finna.“

Margt breyst

Að sögn Guðnýjar hefur margt breyst á þessum tveimur árum sem hún hefur verið á ketó, eins og aðgangur að upplýsingum og vöruúrval. Hún segir breytingarnar hafa verið til hins betra, ef maður fer rétt að.

„Mér finnst vera orðið mikið meira af svona auðveldum leiðum til að ná sér í mat og sætindi. Maður má samt ekki gleyma því þó það sé merkt keto eða engin viðbættur sykur er það ekki endilega okey. Það þarf að passa inn í daginn, því allt snýst þetta um heildar dagsneyslu, góðan svefn og einhverja smá föstu til að skilja dag frá degi,“ segir Guðný.

„Hjá flestum snýst Ketó/LKL um að létta sig og það gerði það líka fyrst hjá mér. Áramótin 2017-2018 var ég 93 kíló. Ég hóf formlega „Ketó áskorun Gunna“ 19. febrúar 2018 þá skráði ég hjá mér 91 kíló (eins og sjá má á myndinni hér að neðan). Léttust hef ég verið 65 kíló en rokka í dag frá 65-68. Eftir að stærsti sigurinn var unnin og flest aukakílóin voru farin þá fór þetta að snúast um allt annað en að létta sig. Þetta fór að snúast um að láta sér líða vel og auðvitað vil halda þyngd.“

Hér má sjá hvernig Guðný hefur lést.

Svindlað erlendis

Guðný segir að þau skipti sem hún hefur farið erlendis á þessum tveimur árum þá hefur hún ekki haldið sig hundrað prósent við ketó.

„[Þá] finn ég þá marga af þessum kvillum banka upp á. Haustið 2019 fékk ég sýkingu í gallblöðruna og þurfti að fjarlægja hana. Þannig að ég hef bæði verið á þessu mataræði með og án gallblöðru og ég sé ekki muninn nema kannski fyrstu 2 vikurnar eftir að hún var tekin,“ segir hún.

„Ég segi sögu mína hér ef einhver vill nýta sér mína reynslu og ef ég hugsanlega get hjálpað einhverjum af stað þá er það eitthvað sem gefur mér líka mikið. Auðvitað er þetta svolítið eins og að hætta að reykja og drekka og maður vill standa upp á fjallstindi og æpa á alla að sjá ljósið. En ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta er ekki auðvelt fyrr en maður allt í einu er tilbúinn. En ég var algerlega búin að standa með nammiskálina eins og úlfur og éta hana upp til agna hér áður fyrr og veit hvernig það er að vorkenna sér eða fagna einhverju og þurfa alltaf að éta eitthvað í þeim tilefnum,“ segir hún og bætir við.

„Það er frábært hvað stuðnings netið er orðið stórt en því miður eru ekki allir eins, þannig á endanum þarf hver og einn að feta sína eigin leið og finna sitt jafnvægi. Ég held að stærsta skrefið sé að ákveða, taka gleraugun með sér í búðina, lesa á hvert og eitt einasta sem fer í körfuna, undirbúningur og nenna að elda, baka, græja, og gera úr góðu hráefni frá grunni. Takk fyrir mig og stuðninginn, upplýsingarnar og allt hér inn. Áfram við! Ég er hvergi nærri hætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa