fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Matur

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana

Una í eldhúsinu
Föstudaginn 11. desember 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds matgæðingur DV setti á sig jólasvuntuna og smellti í allt sitt uppáhaldsgúmmelaði fyrir jólin. Nú má byrja að sigta flórsykurinn og hlusta á jólalög.

Að þessu sinni deilir hún með lesendum dásemdar jóla-útfærslu af hinu geisivinsæla döðlugotti.

Jólagott

Hérna kemur uppskrift af döðlugotti sem að ég ákvað að útfæra á jólalegan máta.

400 gr döðlur
250 gr smjör
125 gr púðursykur
2 bollar rice crispies
100 gr kókosflögur með karamellu og sjávarsalt (nýung frá H- berg)
100 gr trönuber
200 gr suðusúkkulaði til að hjúpa
30 gr kókosflögur grófar til að skreyta
Gróft Maldon salt til að skreyta með

Byrjið á því að skera dölurnar smátt.

Setjið smjörið, döðlurnar og púðursykurinn saman í pott og blandið vel saman við vægan hita og þangað til að döðurnar eru farnar að mýkjast vel.

Bætið rice crispies, trönuberjum og karamellu kókosflögum saman við blönduna.

Blandan fer því næst í form með bökunarpappír undir, þrýstið blöndunni vel niður í formið.

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, hellið yfir blönduna og stráið grófu salti og kókosflögum yfir súkkulaðið.

Kælið, skerið niður í litla bita og berið fram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar