fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Matur

Spagettí og kjötbollur – skothelt ofan í flesta smjattpatta

DV Matur
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 20:33

Steinunn Ólína

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er þúsundþjaladrottning. Svo virðist sem hún geti allt. Leikið, sungið, skrifað bækur og blöð og ræktað grænsprettur á snjallbýli. Nýjasta viðbótin er svo kjötbollur sem hún þróaði með Norðlenska og stefnan er sett á að bæta vegan vörum í úrvalið. Að sjálfsögðu lumar hún á frábærum kjötbolluuppskriftum sem hún góðfúslega deilir með lesendum.

________

Krakkaklassík

Börnum finnst yfirleitt það einfalda best og því eru spagettí og kjötbollur skothelt ofan í flesta smjattpatta. Ég nota oftast glútenlaust pasta til að koma til móts við óþols- og ketófólkið og finnst það reyndar alveg jafngott og venjulegt hveitipasta. Basilíkubollurnar eru upplagðar í einfalda hversdagsmáltíð fyrir 3-4.

Basilíkubollur, einn pakki
ferskar basilsprettur eða fersk fullvaxin basilíka hakkaðir tómatar í dós
2 hvítlauksrif
1/2 gulur laukur, smátt skorinn
1 tsk. gróft salt
svartur, mulinn pipar að vild

Brúnið bollurnar á pönnu í góðri ólífuolíu. Skóflið þeim á disk og látið bíða. Bætið ofurlitlu af ólífuolíu á pönnuna og látið smátt skorinn lauk og hvítlauk svitna á pönnunni og hellið tómötum úr dós yfir. Skellið fersku basilíkunni yfir og látið malla stutta stund. Sleppið bollunum til sunds í sósunni og saltið og piprið. Bollurnar fá svo að eldast í gegn í sósunni á vægum hita á meðan pastað sýður. Berið fram með rifnum parmesanosti og dreypið góðri ólífuolíu yfir herlegheitin áður en þið rífið þetta í ykkur

Steinunn Ólína
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
12.12.2020

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi
Matur
11.12.2020

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana
Matur
25.11.2020

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta
Matur
24.11.2020

Lágkolvetnamorgunverður Ágústu – „Ég mæli með að þú prófir“

Lágkolvetnamorgunverður Ágústu – „Ég mæli með að þú prófir“