fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Ekki of seint að henda í hrekkjavökubaksturinn – Hryllilega gómsætar uppskriftir

DV Matur
Laugardaginn 31. október 2020 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrekkjavaka erí kvöld, laugardaginn 31. október, og því er tilvalið að útfæra helgar- baksturinn með hryllilegu ívafi. Hérna koma nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem allir ættu að geta leikið eftir.

Ormabúðingur

1 pakki Royal-súkkulaðibúðingur

1 pakki Oreo-kex

1 pakki hlaupormar

  • Blandið Royal-búðing í skál eftir leiðbeiningum, setjið í ísskáp í nokkrar mínútur.
  • Myljið Oreo-kexkökur í matvinnsluvél.
  • Setjið lagskipt í glös eða skálar búðing og Oreo-mylsnu.
  • Skreytið svo með hlaupormum.

Skrímslabitar úr Rice Crispies

70 g smjör

150 g hvítt súkkulaði

5 msk. síróp

5 bollar Rice Crispies Sælgætisaugu til skreytingar

  • Byrjið á að bræða súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita
  • Bætið sírópinu saman við og hrærið vel saman.
  • Takið af hitanum og bætið Rice Crispies saman við, hrærið varlega saman.
  • Setjið í form og þjappið vel saman, það getur verið gott að setja bökunarpappír í botninn á forminu.
  • Kælið í 2-3 klukkustundir.
  • Losið úr forminu og skerið í mismunandi stóra bita.
  • Skreytið bitana svo með smjörkremi og sælgætisaugunum, einnig getur verið skemmtilegt að nota bráðið hvítt súkkulaði og lita það með matarlit.

 

Bollakökur með Halloween-ívafi

240 g hveiti

200 g sykur

5 msk. kakó

1 tsk. salt

1 tsk. matarsódi

3 egg

2 tsk. vanilludropar

140 ml olía

200 ml kalt vatn

  • Byrjið á að hita ofninn í 200°C.
  • Þeytið saman í skál egg, olíu, vanilludropa og vatn þar til blandan verður létt og ljós.
  • Sigtið restina af þurrefnunum saman í skál og blandið öllu vel saman.
  • Skiptið deiginu í um 20-25 bollakökuform.
  • Bakið í 12-15 mínútur.
  • Látið kökurnar kólna vel áður en þær eru skreyttar.

Smjörkrem

500 g smjörlíki (mjúkt)

500 g flórsykur

3 tsk. vanilludropar

Matarlitir að eigin vali

  • Byrjið á að setja smjörlíki og flórsykur saman í hrærivélarskál og þeytið vel, því lengur sem þeytt er því þægilegra verður að eiga við kremið. Ég miða við 4 mínútur á háum hraða.
  • Setjið vanilludropana út í og blandið vel saman.
  • Ég skipti kreminu í tvo hluta og notaði grænan matarlit í annan helminginn og appelsínugulan matarlit í hinn helminginn.

Skreytingar Nornahattar og leðurblökur

Til þess að skreyta má nota alls konar skemmtilega hluti, ég keypti í Hagkaup sælgætisaugu frá Wilton, Oreo-kexkökur og Hershey’skossa.

Nornahattarnir eru gerðir þannig að smá smjörkremi er sprautað á bollaköku, Oreo-kexkaka sett ofan á það, aftur er sett smá smjörkrem og að lokum einn Hershey’s-koss, þarna er kominn hinn fullkomni nornahattur.

Leðurblökurnar eru gerðar þannig að ég bræði smá súkkulaði og nota það til að líma sælgætisaugu á Oreo-kexköku. Ég set svo smá smjörkrem á bollaköku og sting Oreo-kexkökunni í miðjuna á bollakökunni, næst tek ég eina Oreokexköku og brýt hana til helminga til að nota sem vængi, eins og sjá má á myndinni.

Það má svo leika sér við að útfæra andlitin á Oreo-kökunum, skvetta súkkulaði yfir þær, eins og þær séu múmíur og hvað sem hugurinn girnist.

Gleðilega hrekkjavöku!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa