fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Matur

Snittubrauð fyllt með tómötum, hvítlauk og basilíku

DV Matur
Laugardaginn 24. október 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir elskar allt með bræddum osti. Hver gerir það ekki? Hér er hún með uppskrift af öðruvísi fylltu snittubrauði sem er dásamlegt að hafa sem meðlæti með hvers konar pastaréttum eða bara öllu því sem þér dettur í hug.

Snittubrauð fyllt með tómötum, hvítlauk og basilíku

1 stk. snittubrauð

1 stk. hvítlauksgeiri

1 stk. tómatur

Handfylli af ferskri basilíku

2 msk. smjör

Rifinn ostur

Gróft sjávarsalt

Aðferð: 

Byrjið á því að bræða smjör í potti, leyfið því aðeins að kólna.

Setjið hvítlaukinn í hvítlaukspressu og blandið honum saman við smjörið

Skerið nokkrar djúpar rákir í snittubrauðið og smyrjið það að utan og inn í rákirnar með hvítlaukssmjörinu.

Skerið tómat í þunnar sneiðar og setjið um það bil tvær sneiðar í hverja rák.

Stráið rifnum osti yfir snittubrauðið, setjið það í ofninn við 200 gráður í um 15 mínútur

Þegar brauðið er tekið úr ofninum eru basilíkulauf sett í rákirnar og stráð aðeins yfir ásamt grófu salti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum