fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Matur

Bakaði köku úr uppskriftabók Friðriks Dórs – Svona leit hún út

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og var greint frá fyrr í dag gerði Friðrik Dór mistök í nýju matreiðslubók sinni, Léttir réttir Frikka. Hann baðst afsökunar á villunni í færslu á Facebook, en það vantaði lykilhráefni í uppskriftina. Það vantaði allt hveiti í „Skúffuköku ömmu.“

Sjá einnig: Friðrik Dór gleymdi lykilhráefni: „Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum“

Kona, sem kýs að koma fram nafnlaus, bakaði kökuna eftir uppskriftinni í bókinni og er útkomman ekki beint sú sem hún vonaðist eftir. Konan deilir mynd af kökunni í Facebook-hópinn Matartips og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila myndinni með lesendum. Hún leitaði ráða til Matartipsara vegna kökunnar, en hún skildi ekki alveg af hverju kakan væri svona skrýtin. Stuttu seinna kom í ljós að það vantaði mjög mikilvægt hráefni. Konan segir þetta bara skemmtilegt og segir bók Friðriks Dórs vera frábæra.

Svona leit kakan út þegar hún kom úr ofninum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa