fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Simmi Vill deilir uppskriftum að gómsætu grillmeðlæti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 5. júlí 2020 13:30

Sigmar Vilhjálmsson og brokkolísalatið hans. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vil- hjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku. Hann ætlar að nýta sumarið og grilla í góða veðrinu. Hann deilir hér uppskrift að gómsætu meðlæti.

Sjá einnig: Þetta borðar Simmi Vill á venjulegum degi

Gómsætt grillmeðlæti

Uppskriftin mín er salat og sósa, sem hentar öllum grillmat.

Brokkólísalat

Hráefni:

  • 2 bollar ferskt brokkólí
  • Rauðlaukur
  • 4 sneiðar eldað beikon
  • Rifinn gráðaostur, eftir smekk
  • Hnetur að vild
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið ferska brokkólíið og rauðlaukinn smátt.
  2. Eldið beikonið þar til það er stökkt og saxið.
  3. Rífið gráðaost eftir smekk og blandið öllu saman í skál ásamt hnetunum.
  4. Að lokum er salti og pipar bætt við eftir smekk.

Salatið hentar með öllu grillkjöti.

Hvítlauks-ostasósa

Hráefni:

  • 6 msk. majónes eða 3 msk. majónes á móti 3 msk. af sýrðum rjóma
  • Einn hvítlauksgeiri
  • Heill poki af rifnum pizzaosti
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Saxið hvítlaukinn mjög smátt.
  2. Blandið öllu vel saman.
  3. Saltið og piprið eftir smekk.

Þessi sósa er sérlega góð inn í heita kartöflu, því osturinn bráðnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“