fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Matur

Ódýrari leið til að bjóða upp á grillveislu

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 23. maí 2020 11:30

Það er gott og gaman að grilla en dýrindismáltíð þarf ekki að kosta mikið. Frosið kjöt og krydd úr haga er til dæmis algjör bomba sem hægt er að fá fyrir lítinn pening. Mynd:TM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gott og gaman að grilla en dýrindismáltíð þarf ekki að kosta mikið. Frosið kjöt og krydd úr haga er til dæmis algjör bomba sem hægt er að fá fyrir lítinn pening.

Það eru ýmsar leiðir til þess að borða dýrindismat fyrir minna. Gott ráð er að kaupa til dæmis frosið lambaprime í Bónus og láta það marínerast inni í ísskáp í tvo til þrjá daga og fá þá dýrindis grillkjöt fyrir mun minna en ófrosið marínerað kjöt kostar, en alls ekki síðra. Toppurinn er svo að tína unaðslegt, íslenskt blóðberg úti í móa og krydda kjötið með.

https://www.instagram.com/p/BzVqfLdJvVr/

Blóðberg
Undrakrydd sem vex um allt Blóðberg er lágvaxinn smárunni með litlum lillabláum blómum. Blóðberg er mest áberandi í júní og júlí þegar plantan er í blóma og má þá stundum sjá heilu blóðbergsbreiðurnar. Plantan hefur öldum saman verið notuð bæði til heilsubótar og sem krydd. Blóðbergste er til dæmis sagt vera gott við flensu, kvefi og ýmsum meltingarsjúkdómum. Það er gott krydd, til dæmis á grillað lambakjöt, og minnir bragðið á tímían sem kallast einnig garðablóðberg á íslensku og er af náskyldri plöntu.
HEIMILD: FLÓRA ÍSLANDS

 

Lambaprime með villtu blóðbergi og hvítlauk

Fyrir 4
800 g frosið lambaprime – látið þiðna í ísskáp yfir nótt
2 msk. blóðberg – helst villt, íslenskt, grófsaxað
3 hvítlauksrif
2 greinar rósmarín, gróft saxað
2 dl ólífuolía

Skolið kjötið og þerrið með pappír.
Setjið í lokað box ásamt hinum hráefnunum og látið liggja í tvo sólarhringa í maríneringu inni í ísskáp.
Hristið boxið til að blanda þessu vel saman.
Takið út og látið ná stofuhita áður en grillað er.

Best er að nota kjöthitamæli og ná 55°C kjarnhita, en almennt er fínt að miða við að grilla á meðalheitu grilli  í 10 mínútur. Snúið kjötinu reglulega.
Saltið og piprið rétt áður en kjötið er tekið af grillinu.

Sætkartöflusalat með vorlauk og spínati

Fyrir 4
500-600 g  sætar kartöflur
150 g spínat
1 dós sýrður rjómi
2 litlir vorlaukar
1 tsk. hunang
1 tsk. dijon-sinnep
2 msk. ferskt kóríander, saxað
2 msk. olía
½ tsk. sjávarsalt

Afhýðið kartöflurnar, skerið í teninga og bakið í ofni með smá olíu og salti, uns teningarnir eru mjúkir í gegn. Setjið til hliðar og kælið niður. Hrærið sýrðum rjóma, sinnepi, hunangi og smá salti saman. Skolið spínatið og skerið niður vorlaukinn. Hrærið saman kartöflum, spínati, vorlauk og sósunni. Toppið með kóríander.

Villisveppasósa á 5 mínútum
200 g blandaðir sveppir eftir smekk, t.d. kastaníu- og flúðasveppir
200 ml matreiðslurjómi
½ villisveppaostur
½ piparostur
1 msk. fljótandi kjötkraftur
1 msk. smjör

Steikið sveppina upp úr 1 msk. af smjöri. Setjið sveppina til hliðar, skerið ostinn í bita og bræðið við lágan hita í rjómanum. Bætið kjötkrafti við. Að lokum fara sveppirnir út í.

Besta sætkartöflusalatið. Mynd:TM
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum