fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Súkkulaðbitakökur úr hverju???

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 20. mars 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú einn af þeim sem birgðir þig upp af kjúklingabaunadósum vegna Covid-19 faraldsins en hefur samt aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af kjúklingabaunum?

Vissir þú að það er hægt að búa til gómsætar vegan súkkulaðibitakökur úr kjúklingabaunum?

Já ég sagði kjúklingabaunum.

Í staðinn fyrir egg notarðu kjúklingabaunir. Og þær eru sjúklega góðar. Það sem meira er. ÞAÐ MÁ BORÐA DEIGIÐ HRÁTT (ef þú sleppir hveitinu)!

 

Uppskriftin er svona:

1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
120 gr hveiti (má sleppa ef þú ætlar að borða deigið hrátt. Það dæmir þig enginn.)
150 gr púðursykur
3 matskeiðar kókosolía (má nota bráðið smjör eða matarolíu)
1 matskeið vanilludropar
½ teskeið salt
½ teskeið matarsódi
1 teskeið eplaedik
130 gr niðurskorið dökkt súkkulaði

 

Ofninn hitaður í 180°C. Skolaðu kjúklingabaunirnar í sigti og settu í matvinnsluvél ásamt smjöri  og vanilludropum. Láttu matvinnsluvélina brjóta baunirnar vel niður í mjúkt deig. Bættu við sykri, hveiti, matarsóda og ediki og blandaðu vel þar til úr verður deig. Síðast skaltu bæta súkkulaðinu út í og púlsa svo þær blandist vel.

Formaðu deigið í ca. 16 kúlur og þrýstu á bökunarplötu með bökunarpappír. Þær fletjast illa út sjálfar. Bakaðu uns sprungur myndast í yfirborði og endarnir eru þurrir, eða í um 18-20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en þær eru bornar fram.

Ef þú vilt geyma kökurnar er mælt með að frysta þær frekar en að geyma í boxi. Þá þarf bara að láta þær standa við herbergishita í um 30 mínútur eða stelast í þær ískaldar beint úr frysti. Uppskriftin kemur af vefnum detoxinista.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“