fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Matur

Dönsk pítsa klýfur internetið: „Ég trúi því ekki að ég hafi fundið eitthvað verra en ananas á pítsu“

DV Matur
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 14:50

Þessi pítsa er ekki með kiwi, eins og sést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð uppi fótur og fit þegar að aðili innan Reddit-samfélagsins deildi mynd af pítsu frá dönskum pítsustað á miðlinum. Hiti færðist í leikana þegar að myndin leitaði á Twitter.

Um er að ræða mynd af pítsu með ávextinum kiwi. Svo virðist sem það sé einnig skinka og ostur á pítsunni. Þessi pítsa hefur vakið upp hörð viðbrögð, jafnvel harðari en þau við pítsu með ananas, sem lengi hefur verið umdeild. Kenna netverjar ananaspítsunni um tilvist kiwipítsunnar.

„Þeir sögðu að þeir yrðu ánægðir með ananas. Ég sagði ykkur að þetta væri upphafið af endinum,“ tístir einn. „Vegurinn til helvítis byrjar einhvers staðar, ég kenni ananas á pítsu um. Það er aldrei nóg, hinir frjálslyndu taka allt of langt,“ tístir annar. „Ég trúi því ekki að ég hafi fundið eitthvað verra en ananas á pítsu,“ skrifar svo enn annar.

Farðu til helvítis og deyðu núna!

Aðrir taka dýpra í árina og líkja kiwipítsunni við stríðsglæp.

„Nú þurfum við að hafa upp á þeim sem er ábyrgur og blása lífi í Nuremberg-réttarhöldin til að dæma þá,“ skrifar einn og annar tístir: „Þú mátt fara til helvítis! Farðu til helvítis og deyðu núna!!!!!“

Þessum er síðan einnig heitt í hamsi og skrifar einfaldlega:

„Antíkristurinn er mættur og hann pantaði þessa pítsu.“

Hvað segja lesendur DV – mynduð þið fá ykkur pítsu með kiwi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
23.06.2020

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.
Matur
22.06.2020

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara