fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Matur

Harðar nágrannadeilur: Hún er vegan en þeir eru kjötætur

DV Matur
Miðvikudaginn 4. september 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki lengur notið þess að vera í garðinum,“ segir hin ástralska Cilla Carden. Cilla fór í mál við nágranna sína ekki alls fyrir löngu, meðal annars í þeim tilgangi að fá þá til að hætta að grilla kjöt og fisk í garðinum.

Til að gera langa sögu stutta hafa tveir dómstólar í Perth vísað málinu frá, meðal annars á grundvelli þess að það myndi skerða lífsgæði nágranna hennar að fá ekki að grilla í garðinum. Í frétt breska blaðsins Guardian kemur fram að Carden, sem er vegan, hafi ekki gefið upp alla von og ætlar hún lengra með málið.

Carden er búsett í Girrawheen í norðurhluta Perth. Hún segir að deilurnar við nágranna hennar hafi stigmagnast og þeir séu nú farnir að reyna vísvitandi að gera henni lífið leitt.

Það er fleira en grillmaturinn sem fer í taugarnar á Carden því í stefnunni tiltók hún einnig ólykt vegna reykinga í garðinum og hávaða frá börnum nágrannanna sem hafa átt það til að leika sér í boltaleikjum í garðinum. Einn nágranni segist raunar hafa fært sitt grill og hvatt börn sín til að hætta að leika sér með körfubolta í garðinum.

Carden segist ætla að reyna að fara lengra með málið og kveðst hún tilbúin að fara dómstólaleiðina til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar