fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Matur

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 7. júlí 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

rtu í megrun? Þá er víst málið að fá sér súkkulaði, osta og vín. Lykillinn að þyngdartapi gæti legið í þarmaflórunni, frekar en að telja hitaeiningar daginn út og inn.

Þessu heldur Tim Spector fram, en hann er prófessor við King’s College í London. Hann gengur svo langt að segja að allt sem við höfum haldið fram að þessu um megrun, sé rangt.

Hann hvetur fólk til að njóta uppáhaldsfæðutegundanna sinna, fremur en að neita sér um þær. Hver elskar ekki osta, vín, súkkulaði, já og hnetur, kaffi og mjólkurvörur eru líka á listanum hjá Tim.

Prófessorinn sem pælir í þarmaflórunni öllum stundum að virðist.
Þetta er hann! Prófessorinn sem pælir í þarmaflórunni öllum stundum að virðist.

Prófessorinn segir í samtali við Daily Mail að ef fólk vilji tapa þyngd sé gagnslaust að telja hitaeiningar. Með því að snæða réttu fæðutegundirnar stuðlum við að vexti réttra baktería í þörmunum. Það segir Tim að sé mun mikilvægara en að telja hitaeiningar og halda þeim í skefjum.

Kenningar prófessorsins eru umdeildar, en byggjast á því að í þörmum fullorðinnar manneskju lifa tæplega 2 kíló af bakteríum. Sumar hjálpa til við meltingu fæðunnar, á meðan aðrar hafa áhrif á matarlyst og geymslu á fitu. Þær eru nefnilega ekki allar hjálplegar.

Neysla réttu fæðutegundanna á sem sagt að geta haft jákvæð áhrif á vöxt góðu bakteríanna í þörmunum.

Tim gaf nýlega út bókina The Diet Myth: The Real Science Behind What We Eat, en í henni ræðst hann gegn ýmsu sem haldið hefur verið fram um megrunarkúra og hitaeiningar til þessa.

Í ræðu sinni á bókmenntahátíðinni í Oxford sagði hann meðal annars: „Því fjölbreyttari sem fæðan er, því fjölbreyttari verður þarmaflóran, og það hefur góð áhrif á heilsuna.“ Tim er talsmaður þess að fólk neyti mjólkurvara, sérstaklega osta. „Þeir sem borða ost reglulega eru ólíklegri til að fá hjartasjúkdóma en þeir sem gera það ekki, hvað sem heimilislæknirinn þinn kann að segja. Ostur úr ógerilsneyddri mjólk er eitt það besta sem þú getur borðað, því það er ein ríkulegasta uppspretta af lifandi örverum og sveppum sem fyrirfinnst.“ Einnig mælir til með neyslu á jógúrt, einmitt vegna örveranna.

Tim vill líka benda á fæðutegundir sem stuðla að vexti góðu bakteríanna í þörmunum. „Olíur, hnetur og fræ virka eins og áburður á örverur. Þessar fæðutegundir innihalda mikið af pólýfenólum, sem næra örverurnar, og þær gera okkur svo grennri.“ Þetta segir hann einnig lykilinn að langlífi þeirra sem búa við Miðjarðarhafið þar sem mataræði inniheldur mikið af ólífuolíu og annarri hollustu eins og ostum og salati.

Regluleg neysla þeirra er til bóta.
Namm – ostar! Regluleg neysla þeirra er til bóta.

Þarmabakteríurnar eru líka hrifnar af súkkulaði og rauðvíni, rétt eins og við. Prófessorinn varar þó við ýmsu sem okkur þykir gott, til dæmis skyndibitum. Matur sem inniheldur mettaða fitu og sykur drepur þarmaflóruna, og ýtir frekar undir vöxt neikvæðu örveranna. Þessu til sönnunar lét hann son sinn, Tom, snæða eingöngu fæði frá McDonald’s í tíu daga. Um þá tilraun segir Tim: „Þarmaflóra Toms var í algjöru sjokki eftir tilraunina. 1400 mismunandi tegundir baktería voru á bak og burt – það er 40% fækkun á tegundum. Örverur eru ekki aðeins mikilvægar fyrir meltinguna heldur stýra þær hitaeiningunum sem við nýtum og sjá okkur fyrir lífsnauðsynlegum ensímum og vítamínum.

Í annarri rannsókn sem Tim gerði á tvíburum, sýndi hann hvers vegna annar tvíburinn stríðir stundum við ofþyngd en hinn ekki. Allt er útskýrt með muninum á þarmaflóru þeirra.

Hér eru ráðin hans Tim samantekin:

  • Borðaðu fjölbreytt fæði
  • Snæddu jógúrt, osta, hnetur, fræ og olíur til að næra þarmaflóruna
  • Sneiddu hjá unnum matvörum
  • Njóttu þess að fá þér rauðvín og súkulaði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði