fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Matur

Þetta er mataræðið sem á að vera betra en ketó

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2019 20:10

Setið að snæðingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega skjóta ný mataræði upp kollinum sem komast í tísku, líkt og ketó mataræðið hefur tröllriðið landanum síðustu mánuði. Nú er hins vegar komið nýtt mataræði sem á að vera enn betra en ketó ef fólk hefur í hyggju að léttast.

Mataræðið heitir á ensku „satiating diet“, sem væri hægt að þýða sem mettað mataræði. Það felst í því að borða prótein- og trefjaríkan mat, sem og holla fitu og sumar mjólkurvörur. Lykilatriði er að borða næringarríkan mat sem fyllir magann vel og er enginn fæðuhópur á bannlista á mettaða mataræðinu.

Meðal þess sem er tilvalið að borða á mettaða mataræðinu eru ávextir, grænmeti, avókadó, heilkorn, magurt kjöt og fiskur. Mælt er með því að borða 20 til 25 prósent prótein, 45 til 50 prósent kolvetni og 30 til 35 prósent fitu. Þeir sem eru á ketó vita að á því mataræði eru kolvetni í algjöru lágmarki.

Skýrsla í Scientific American, sem unnin var af lækninum Shirin Panahi, sýnir fram á að mettaða mataræðið geti hjálpað fólki að léttast og viðhalda heilbrigði og telur Shirin að mettaða mataræðið sé jafnvel betra en ketó mataræðið í þessum tilgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar