fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Þess vegna áttu að nota viðarsleifina miklu, miklu meira – Þessi mistök ber að varast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 14:00

Viðarsleifar eru ómissandi í eldhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðarsleifar eru mikið þarfaþing, þó margir horfi hugsanlega algjörlega framhjá þessu frábæra eldhústóli sem er til margra hluta nytsamlegt. Vefsíðan Eat This, Not That, er með frábært spjall við kokkinn Heather Terhune þar sem hún fer ítarlega yfir notagildi viðarsleifa og ástæðurnar fyrir því af hverju sleifarnar eru miklu betri tól en margt annað í eldhúsinu.

„Viðarsleifar eru sterkar og traustar sem þýðir að það er gott að nota þær til að hræra í þykkum blöndum,“ segir Heather „Viðarsleifar eru nógu sterkar til að skrapa botninn á pönnu eða potti þannig að það sem þú ert að elda brenni ekki við. Þær eru einnig mjúkar þannig að þær skemma ekki pönnuna,“ bætir hún við.

Hún segir að eldhúsáhöld úr málmi geti eyðilagt pönnur og pottar, sérstaklega þá sem eru með Teflon-húð. Því mælir hún ávallt með að nota viðarsleifar í eldamennsku. Þá segir hún annan góðan kost viðaráhaldsins vera að sleifarnar leiða ekki hitann.

„Þess vegna er engin hætta að þær bráðni,“ segir hún og bætir við að hún noti sleifarnar í nánast hvað sem er. „Ég elska að baka og viðarsleifar eru sérstaklega góðar í að búa til mjúka karamellu [e. Fudge] og stökka karamellu [e. Brittle].“ Hún segir jafnframt að viðarsleifarnar séu tilvaldar þegar hræra á í súpum eða sósum. Hins vegar eru nokkrir réttir sem krefjast annarra áhalda.

„Mér finnst ekkert sérstaklega gott að nota þær til að blanda eggjahvítum eða þeyttum rjóma við léttari deig. Sílíkonsleikjur eru bestar í það verk,“ segir hún.

Varðandi þrif á viðarsleifum segir Heather það stór mistök að setja þær í uppþvottavél.

„Viðarleifar endast lífið á enda ef hugsað er um þær. Ég á enn nokkrar sem amma mín átti. Aldrei leggja þær í bleyti í vatn og setjið þær aldrei í uppþvottavél,“ segir hún. Viðarsleifar geta nefnilega brotnað ef þær eru settar of lengi í háan hita, líkt og þegar að þær eru þurrkaðar í uppþvottavél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa