fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |
Matur

Hún byggði ferilinn upp á því að vera vegan – Heilsunni hrakaði og hún hætti á blæðingum: „Ég var mjög hrædd“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2019 15:00

Verðlaunabloggarinn Virpi Mikkonen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnski verðlaunabloggarinn Virpi Mikkonen er einn frægasti grænkeri heims og hefur náð að skapa sér stórt nafn í matreiðsluheiminum. Hún hefur gefið út fjórar matreiðslubækur og er með tæplega 170 þúsund fylgjendur á Instagram. Virpi brá í brún snemma á síðasta ári þegar hún sá útbrot á andliti sínu. Í kjölfarið fylgdu aðrir heilsufarskvillar eins og flensa, depurð og Virpi hætti einnig að fara á blæðingar.

Virpi hefur verið vinsæl síðustu ár.

Virpi fór til læknis og úr blóðprufu kom í ljós að hormónastarfsemi hennar var líkt og konu sem væri á breytingaskeiðinu, en Virpi var aðeins 37 ára á þessum tíma.

„Ég hugsaði: Hvað er að mér? Ég er heilbrigð, ég hreyfi mig. Ég var mjög hrædd,“ segir Virpi í samtali við Daily Mail. Virpi stóð í þeirri trú að hún væri að borða eins hollt og hún gæti. Hún sleppti öllu glúteni, korni, mjólkurvörum, kjöti og sykri og var búin að veita öðrum innblástur í að tileinka sér þann lífsstíl. Síðan kom á daginn að mataræðið var nákvæmlega það sem var að gera hana veika. Þetta hreina vegan fæði var sökudólgurinn og leitaði Virpi á náðir sérfræðings í kínverskum lækninum. Hún var greind með skort á yin, en samkvæmt hefðbundnum, kínverskum læknavísindum er heilbrigði blanda af yin og yang. Þessi sérfræðingur sagði að hún ætti að hætta að borða svo mikið af hráum mat, en uppistaða í fæði hennar á þessum tíma voru safar, þeytingar og salöt.

„Hún sagði að allt þyrfti að vera eldað, eitthvað sem gæfi hlýju og jarðtengingu,“ segir Virpi. Þá sagði sérfræðingurinn einnig að stjörnubloggarinn þyrfti að byrja að borða dýraafurðir, en Virpi hafði ekki borðað kjöt í fimmtán ár á þessum tíma, fyrir utan þegar hún gekk með dóttur sína Ölvu, sem er sjö ára.

Virpi segir að þetta hafi verið mikið áfall á sínum tíma en að henni líði betur eftir að hún hætti að vera vegan.

„Mér fannst ég vera búin með bensínið. Ég var tóm.“

Í dag er eftirlætismaturinn hennar beinaseiði og er hún einnig byrjuð að borða egg, sem hún kallaði einu sinni fósturlát hænsna. Hún finnur mikinn mun á heilsunni.

„Þetta er stórkostlegt. Ég er orkumikil og kappsöm. Ég sef betur og er hætt að fá hitakóf og verki í líkamann,“ segir Virpi og bætir við að hún sé einnig byrjuð aftur á reglulegum blæðingum.

„Ekki skrýtið að ég hafi brunnið út“

Fleiri og fleiri hafa orðið vegan síðustu ár en Virpi vill undirstrika að líkt og önnur mataræði þá séu ókostir við veganisma.

„Þetta virkar ekki fyrir alla. Þetta virkaði ekki fyrir mig. Vandamálið mitt var ekki að ég var vegan heldur vegan mataræðið og streitufulli lífsstíllinn minn. Ég vann mikið og skrifaði fjórar bækur á tveimur árum. Þetta var brjálæði. Ekki skrýtið að ég hafi brunnið út,“ segir hún. „Sumir þurfa á dýraafurðum að halda til að vera heilbrigðir. Eitt mataræði hentar ekki öllum.“

Virpi segir veganisma vissulega vera frábæran fyrir dýrin og jörðina og fagnar því að réttir án kjöts njóti vinsælda. Hún hefur hins vegar áhyggjur af ungu fólki sem lætur hrífast með tískubylgjunni án þess að vita hvernig eigi að gera það rétt.

„Það er hægt að vera vegan en borða óhollt,“ segir hún.

Lengra viðtal við Virpi er hægt að lesa á vef Daily Mail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Coca-Cola aðdáendur takið eftir – Kanil kók gerir allt vitlaust

Coca-Cola aðdáendur takið eftir – Kanil kók gerir allt vitlaust
Matur
Fyrir 1 viku

Twitter tvístraðist út af tei: „Þvílíkur derringur. Þvílík sjálfsupphafning“

Twitter tvístraðist út af tei: „Þvílíkur derringur. Þvílík sjálfsupphafning“
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 1 viku

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega
Matur
Fyrir 2 vikum

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“
Matur
Fyrir 2 vikum

Hún var að selja bökunarvörur á netinu – Netverjar tóku eftir dónalegum hlut

Hún var að selja bökunarvörur á netinu – Netverjar tóku eftir dónalegum hlut
Matur
Fyrir 2 vikum

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna
Matur
Fyrir 2 vikum

Bestu vöfflur í heimi

Bestu vöfflur í heimi