fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Aðvörun frá Alberti: „Held ég hafi aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. maí 2019 15:29

Albert Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Eiríksson er annálaður matgæðingur og heldur úti matarblogginu Albert eldar, sem nýtur gífurlegra vinsælda á meðal Íslendinga.

Albert birtir færslu á síðunni þar sem hann varar lesendur við einni frægustu tertu heims – Sachertertunni. Tertan á uppruna sinn að rekja til Vínar í Austurríki og er eitt frægasta bakkelsið þar í landi. Um er að ræða þétta súkkulaðiköku með þunnu lagi af apríkósusultu ofan á. Herlegheitin eru síðan húðuð með dökku súkkulaðikremi.

Albert er ekki paránægður með tertuna frægu.

„Lengi hef ég átt mér þann draum að smakka Sachertertu, eina af frægustu tertum heims. Til eru allmörg kaffihús sem eiga það sameiginlegt að segjast notast við upphaflegu uppskriftina. Held ég hafi aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með neitt kaffimeðlæti eins og þessa frægu Sachertertu sem við fengum á fallegu kaffihúsi í Austurríki. Þurr ofbökuð terta með svo þunnu lagi af apríkósusultu á milli að helst hefði þurft stækkunargler til að sjá það,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“