Nú er vorið greinilega komið, eða það er mál manna, og því urðum við að deila þessari dásamlegu uppskrift sem við rákumst á á vef Delish. Grænmetisréttur sem slær öll met.
Hráefni:
1 stór blómkálshaus, skorinn í sneiðar
3 msk. ólífuolía
salt og pipar
1½ bolli pastasósa („marinara“)
¼ bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli rifinn ostur
¼ bolli basillauf, rifin
chili flögur
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°C. Raðið blómkálssneiðunum á ofnplötu og penslið báðar hliðar með olíu. Saltið og piprið. Bakið í 35 mínútur, en snúið sneiðunum við í miðju kafi. Takið úr ofninum og hellið pastasósunni yfir. Stráið helmingnum af parmesan osti og rifnum osti yfir sósuna. Stillið á grillstillingu á ofninum og grillið blómkálið í um 3 mínútur. Berið fram með restinni af parmesan ostinum, basil og chili flögum.