fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Matur

Vegan stjarna gómuð að borða fisk – Biður fylgjendur afsökunar: „Þú ert siðferðislega gjaldþrota“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 17:00

Yovana Mendoza eða Rawvana eins og hún er betur þekkt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yovana „Rawvana“ Mendoza hefur verið mjög vinsæl innan vegan YouTube samfélagsins síðustu ár. Aðdáendur vegan-stjörnunnar eru brjálaðir eftir að hún var gómuð borða fisk.

„Ég held að það muni aldrei verða fullkominn tími fyrir mig til að gera þetta myndband. Ég er klárlega ekki tilbúin að tala um þetta,“ segir Yovana í upphafi myndbands sem hún gaf út í kjölfarið.

Spænska YouTube-rásin Rawvönu er vinsælasta vegan rásin á miðlinum með tæplega tvær milljónir áskrifenda. Á ensku rás hennar er hún með tæplega hálfa milljón fylgjenda.

Rawvana í myndbandinu þar sem hún var gómuð að borða fisk. Skjáskot: YouTube

Rawvana, 28 ára, setti myndbandið á báðar YouTube rásirnar sínar eftir að hún náðist á myndband borða fisk. Myndbandið er frá öðrum YouTubara. Glöggir aðdáendur fyrrum grænkerans tóku eftir því að fiskur væri á disknum fyrir framan hana og henni leið augljóslega mjög óþægilega. Eftir að hafa fengið ógrynni af spurningum og skilaboðum á miðlana sína gaf hún út myndband titlað „ÞETTA ER ÞAÐ SEM ER AÐ GERAST.“

Í 33 mínútna myndbandi útskýrir Rawvana hvernig hún „neyddist“ að „bæta eggjum og fisk í mataræðið sitt“ eftir að hafa verið vegan í sex ár. Rawvana fer yfir vegan vegferð sína. Hún segir frá því hvernig hún varð vegan hráfæðisæta fyrir sex árum. Eftir ár af því mataræði ákvað hún að taka 25 daga vatnsföstu. Hún sagði að mataræðið „væri ekki alveg að virka“ því henni leið illa líkamlega og hafði hætt á blæðingum.

Hún ákvað því að bæta við salti, fitu og smá af elduðum mat í mataræðið sitt. Hins vegar í lok 2017 hafði hún ekki enn byrjað á túr og var „líkamlega meira þreytt.“ Læknar mæltu með því að hún myndi byrja að taka inn vítamín og bætiefni.

„Ég byrjaði að breyta mataræðinu mínu,“ segir hún. Auk þess að taka inn testósterón og skjaldkirtils lyf þá segir hún að læknar hefðu eindregið mælt með því að hún myndi borða egg og kjöt til að bæta heilsu sína. Snemma árs 2019 greindist Rawvana með SIBO (Small intestinal bacterial overgrowth) sem er meltingarsjúkdómur.

„Ég ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti… Það er ástæðan fyrir því að ég hafði ekki deilt þessu með ykkur. Fyrir mig er þetta enn tilraun,“ segir Rawvana. Hún bætir við að hún hafi fundið fyrir mikilli skömm að hafa verið byrjuð að borða dýraafurðir aftur.

Rawvana.

Sýklalyf

Rawvana fann lækni sem er bæði vegan og meltingarsérfræðingur. „Ég vildi sjá hvað hún hefði að segja um SIBO og hvaða mataræði hún mælir með. Hún sagði að ég ætti að taka inn sýklalyf og fylgja vegan mataræði,“ segir hún.

Hún bætir við að allan þann tíma síðan hún varð fyrst vör við veikindin hafi hún aldrei tekin inn sýklalyf.

Rawvana segir í myndbandinu að henni þyki ekki náttúrulegt að taka inn sýklalyf og vilji lækna líkama sinn sjálf, með því að borða dýraafurðir.

„Ég trúi að sýklalyf vinni ekki að rót vandans. Ég trúi að þau muni lækna einkenni mín en ekki að þau fari að rót vandans.“ Hún bætir við að hún muni kannski taka inn sýklalyf í framtíðinni en hún vildi ekki að það væri fyrsti kostur hennar.

Selur vegan matarprógrömm

Rawvana hefur haft lífsviðurværi sitt á að vera grænkeri og hráfæðisæta. Hún selur vegan matarprógrömm á síðunni sinni. Nýjasta prógrammið er 21 dags hráfæðis áskorun sem kostar um sjö þúsund krónur.

Rawvana hefur verið að auglýsa prógrammið upp á síðkastið og segir hversu ótrúlegt það er og hversu vel það lætur henni líða. Fylgjendur hennar hafa kvartað yfir því að hún hafi verið að auglýsa mataræði sem greinilega lét henni ekki líða vel.

Matarprógrömmin sem hún selur fylgjendum sínum. Skjáskot: Rawvana.com

Biðst afsökunar

„Mér þykir það rosalega leitt hvernig þið fréttuð af þessu, hvernig þið komust að þessu,“ segir Rawvana. „Ég veit að mörg ykkar treystið mér og hlustið á mig og ykkur líður örugglega eins og ég hafi svikið ykkur og logið að ykkur. Og þið hafið rétt á því að líða þannig. Ég biðst afsökunar á því. Ég er mennsk.“

Hún bætir því við að hún ætlaði að deila fréttunum með fylgjendum sínum fyrr en treysti sér ekki til þess.

„Ég er enn að átta mig á þessu. Ég ætlaði ekki að sitja fyrir framan myndavélina og segja ykkur: „Ó ég er búin að vera að borða egg og fisk í tvo mánuði og allt er betra, allt er gott, og plöntumiðað fæði virkar ekki.“

Hún segist einnig að hana langi að fara aftur til baka á hráfæðis vegan mataræði um leið (og ef) það verður heilbrigt fyrir hana að gera.

Fylgjendur öskureiðir

Fylgjendur hennar eru öskureiðir. Þeir benda á að á sama tíma og hún var að auglýsa 21 dags hráfæðisáskorun var hún að borða egg og fisk.


Undir myndbandinu á YouTube tjá margir reiði sína. Mörgum finnst myndband hennar hvorki einlægt né rétt. Aðdáendur saka hana um að auglýsa vegan mataræði fyrir sjálfa sig, þrátt fyrir að hafa ekki fylgt því í einhvern tíma. Hún til dæmis deildi myndbandi af uppskrift að vegan hráfæðismorgunmat í byrjun mánaðarins.

Fylgjendur skrifuðu við myndbandið ummæli eins og: „Þetta myndband öskrar: Ég var gómuð þannig ég verð að gera þetta,“ og „LOL það er ekkert að því að borða eitthvað, en vandamálið eru svikin, blekkingarnar, falsfréttirnar og öðruvísi staðreyndir.. LYGARNAR!! Þú ert siðferðislega gjaldþrota.“

„Ætlarðu að breyta nafninu þínu í Fishvana?“

„Þú ert að græða á grænkerum til að kaupa dýraafurðir. Ógeðslegt.“

„Ég er ekki reið að þú sért að borða fisk. Ég er reið því þú ert að ljúga að fylgjendum þínum og þéna af þeim meðan þú þykist vera vegan hráfæðisæta.“

Aðrir grænkerar á YouTube svara

Rawvana er ekki eina vegan-stjarnan á YouTube sem hefur nýlega gengið til baka og byrjað að borða dýraafurðir aftur. Bonny Rebecca og Raw Alignment hafa nýlega gefið út svipuð myndbönd þar sem þær lýsa heilsubrestum sem þær hafa verið að kljást við og þær hafi í kjölfarið byrjað að borða dýraafurðir aftur.

Margir grænkerar á YouTube hafa gert viðbragðar myndbönd við fréttum Rawvönu. Einn af þeim er Gojiman.

Gojiman gerði myndband um fyrrum grænkera sem nota oft heilsu sem ástæðu fyrir að hafa hætt að vera vegan. Gojiman er að klára master í næringafræði og mun seinna í ár fá doktorsgráðu í næringarvísindum.

Það sem þessir fyrrum grænkerar eiga sameiginlegt, að sögn Gojiman, er að þeir eiga það til að fara eftir því sem hann kallar „öfgakennt“ vegan mataræði. Eins og hráfæði, mjög hákolvetnafæði með engri hollri fitu, eða mjög kaloríusnauðu fæði til að léttast eða mjög kaloríuríku fæði til að þyngjast. Hann segir að ástæðan fyrir því að fyrrum grænkerum byrjar oft að líða betur þegar þeir borða dýraafurðir er vegna þess að þær eru ekki trefjaríkar eins og vegan hráfæðismatur.

Gojiman segir einnig að það sem er algengt meðal fyrrum grænkera sé að þeir hafa ekki miklar áhyggjur af dýrunum. „Sagan er venjulega sú að ég var siðferðilegur grænkeri, en svo fékk ég SIBO [meltingarsjúkdómur] og byrjaði þá að kaupa mottur úr dýraafurðum eða náðist á myndband að borða dýr á meðan ég þóttist vera siðferðilega réttur.“

„Hversu marga fyrrum grænkera geturðu nefnt sem borðuðu holla, fjölbreytta fæðu alltaf?“ Spyr hann.

„Mataræði eitt og sér mun ekki lækna SIBO-sýkingu,“ segir Gojiman. „Eina leiðin til að losna við SIBO er að taka inn [sýklalyf]… Við erum að tala um bakteríusýkingu, fiskur og egg vinna ekki gegn sýkingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert
Matur
03.06.2020

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði

Segist aldrei þurfa að skamma son sinn þökk sér vegan-mataræði
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði