fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Matur

Afinn sem ætlaði að fá sér jógúrt en borðaði málningu slær í gegn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 16:30

Elsku karlinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afi Twitter-notandans Alex Stein hefur heldur betur slegið í gegn eftir að Alex birti mynd af honum með textanum:

„Jæja, afi minn borðaði hálfa dollu af málningu í dag því hann hélt að þetta væri jógúrt.“

Það má með sanni segja að myndin hafi slegið í gegn og hefur athugasemdum rignt yfir Alex á Twitter. Gera margir góðlátlegt grín að atvikinu á meðan aðrir eru lafandi hræddir um afann.

Alex sá sig því knúna til að gefa tístverjum uppfærslu um afa sinn. Birti hún því aðra mynd þar sem hún tók fram að það amaði ekkert að afanum í maganum. Í þriðju færslunni er afanum sagt að hann sé orðinn frægur, en honum virðist vera alveg sama.

Þetta fór því allt vel og eiginlega magnað að gamli maðurinn hafi ekki hlotið varanlegan skaða af þessu málningaráti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna