fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þetta er besta hangikjötið að mati álitsgjafa DV

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 23. desember 2019 13:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Eyþór Árnason

Fyrir örfáum árum var það fastur liður hjá DV að fá álitsgjafa til að bragða og gefa umsögn um hangikjöt. Í ár barst DV áskorun um að taka aftur upp þennan lið og voru þá góð ráð dýr, enda tíminn af skornum skammti. Þetta árið fékk DV til liðs við sig þrjá framleiðendur sem brugðust við kallinu þrátt fyrir skamman tíma og kann DV þeim bestu þakkir fyrir. Í síðasta hangikjötsmakki DV, árið 2016, var það Húsavíkurhangikjötið frá Norðlenska sem hreppti titilinn besta hangikjötið og það í fjórða sinn á 10 ára tímabilinu frá því að hangikjötssmakkið hófst. Norðlenska var ekki með í ár.

Þar sem tíminn var naumur fékk DV hangikjötið sent soðið og tilbúið til brúks, en áður hafði tíðkast að sjóða allt kjöt með sama hætti, nema annað kæmi fram á leiðbeiningum frá framleiðanda.

Álitsgjafar DV þetta árið voru engir viðvaningar; Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og höfundur gífurlegs fjölda matreiðslubóka, Berglind Guðmundsdóttir, rithöfundur og konan á bak við einn vinsælasta matarvef landsins, Gulur, rauður, grænn og salt, og síðast en ekki síst Birgir R. Reynisson, matreiðslumaður til áratuga sem rekur í dag hvorki meira né minna en fimm veitingastaði, Fjárhúsið, Frystihúsið, Hænsnakofann, Til sjávar og Til sveita.

Smakkið var blindprófun og fengu álitsgjafar ekki að vita hvaða kjöt var á hverjum diski fyrirfram.

Það var einróma álit álitsgjafa DV að af því hangikjöti sem bragðað var á, þá bæri hægeldaða hangilærið frá Sláturfélagi Suðurlands af.

 

1 Fjarðakaups hangikjötið

Framleiðandi: Kjarnafæði

Álitsgjafar DV voru sammála um að Fjarðarkaups hangikjötið væri helst til of salt og höfðu allir orð á því að kjötið væri þurrt, þótt svo það væri líklega sökum þess að kjötið hefði verið soðið of hratt.

„Þetta er þurrt.“

„Mér finnst þetta ekkert spes, ég myndi ekki kaupa þetta.“

„Hér er rými til bóta.“

„Of þurrt og of salt.“

Gáfu þeir kjötinu eina til tvær stjörnur.

 „Tvær stjörnur, fyrst það eru jól.“

Niðurstaða: Tvær stjörnur

 

2 Hátíðar hangikjöt

Framleiðandi: Ferskar kjötvörur

 

„Vá, þetta er salt.“

„Of salt, en samt bragðgott.“

„Þetta þykir mér ekki eins salt og hitt.“

„Það er reykbragð að þessu.“

„Það er betra en hitt, en rosalega salt.“

„Rétt soðið.“

Gáfu álitsgjafar kjötinu þrjár stjörnur.

„Hefðu verið fjórar ef það hefði ekki verið of salt. Bragðið var mjög gott.“

Niðurstaða: Þrjár stjörnur

 

3 Norðlenskt kofareykt hangikjöt

Framleiðandi: Kjarnafæði

„Þetta er seigt.“

„Þetta er svolítið eins og gúmmí.“

„Of mikið soðið.“

„Samt ekki þurrt, en fullmikið soðið.“

„Þetta er bragðgott, en helst til bragðlítið.“

„Hæfilega saltað.“

Álitsgjafar voru ekki alls kostar sammála um einkunn og þeir gáfu á bilinu tvær til þrjár stjörnur.

Niðurstaða: Tvær og hálf stjarna.

 

4 Taðreykt norðlenskt hangikjöt

Framleiðandi: Kjarnafæði

„Það er svolítið skrítin áferðin á þessu. Mjög gott samt.“

„Mætti ekki vera saltara.“

„Myndi segja að þetta væri bara ágætt.“

„Mér finnst of mikið saltbragð, en ekki nóg af reykbragðinu.“ (álitsgjafi tók þó annan bita sem hann taldi með hæfilegu reykbragði)

„Ekki alslæmt.“

„Mér finnst þetta bragðgott.“

Álitsgjafarnir voru sammála og gáfu allir þrjár stjörnur.

Niðurstaða: Þrjár stjörnur

 

5 Hægeldað hangikjötslæri

Framleiðandi: Sláturfélag Suðurlands (SS)

„Maður sér það á áferðinni að þetta er fallegasta kjötið. Greinilega soðið við lægri hita og í lengri tíma.“

„Það er svo mjúkt að það bráðnar í munninum.“

„Mér finnst þetta mjög gott, þetta fær góða einkunn.“

„Minnir mig pínulítið á hamborgarhrygg, ég veit ekki af hverju samt.“

„Mjög gott reykbragð.“

„Mér finnst óvenju mikið reykbragð miðað við hangikjöt.“

„Það liggur við að það sé of mjúkt.“

„Ég er ekki alveg sáttur við áferðina, það er eitthvað við þetta hamborgarhryggjarbragð.“

Álitsgjafar gáfu einkunn á bilinu fjórar til fimm stjörnur.

Niðurstaða: Fjórar og hálf stjarna

 

6 Vopnafjarðarhangikjöt

Framleiðandi: Kjarnafæði

 

„Þetta er svolítið þurrt, en væri fínt ofan á brauð.“

„Mér finnst þetta jólalegast af þeim öllum, hátíðarbragð.“

„Bragðið er allt í lagi finnst mér, en það vantar aðeins reykbragðið.“

„Bragðlítið.“

„Þurrt, en samt gott.“

„Það þarf uppstúf með þessu.“

„Þetta er svona flatköku hangikjöt.“

Álitsgjafar gáfu kjötinu einkunn á bilinu tvær til þrár stjörnur

Niðurstaða: Tvær og hálf stjarna.

Frá vinstri: Nanna Rögnvaldardóttir, Birgir R. Reynisson og Berglind Guðmundsdóttir Mynd: Eyþór Árnason
Að þessu sinni voru aðeins smakkaðar sex tegundir, en til samanburðar voru 14 tegundir smakkaðar árið 2016 Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa