fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Matur

Mynd sem sýnir „brjálæðislegan“ verðmun á grænmeti – Hafðu þetta í huga í búðinni

DV Matur
Föstudaginn 6. desember 2019 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert að drífa þig í gegnum búðina getur verið freistandi að kaupa grænmeti sem þegar er búið að pakka inn. En eins og einn maður bendir á þá getur borgað sig að skoða verðmiðann vel.

Maðurinn deilir myndum af tveimur alveg eins tegundum af chilí pipar í Facebook-hópinn Markdown Addicts Australia. Eini munurinn er að það er búið að pakka inn einni tegundinni og er verðmunurinn alveg svakalegur.

Heil 20g af innpökkuðum chilí pipar í plast kostar um 14.500 krónur kílóið. En chilí pipar í lausu kostar aðeins um 2300 krónur kílóið.

Hér má sjá myndina sem hann deildi.

„Í pakkningum vs ekki í pakkningum,“ skrifaði maðurinn með myndunum. „Og svo er þessu pakkað inn í plast.“

Færsla hans hefur vakið mikla athygli og viðurkenndu margir ekki kíkja á kílóverðið þegar þeir kaupa grænmeti  eða ávexti.

„Eiginmaður minn benti mér á þetta um daginn og ég hafði aldrei tekið eftir kílóverðinu áður, ég horfði bara á gæði og ferskleika. Ánægð að ég veit af þessu núna,“ skrifar ein kona við færsluna.

„Ég vissi að grænmeti í lausu væri ódýrara en vá,“ skrifaði einn netverji.

Verðmunurinn vakti reiði meðal margra, meðan aðrir bentu á að verðmunurinn væri til að fá fólk til að sleppa plastinu.

„Þú ert meðvitaður um það að þetta er leið til að fá fólk til að hætta að nota plast? Skattur á plasti er fáránlegur núna, ekki kaupa innpakkað grænmeti og þú verður í lagi,“ skrifaði ein kona.

Það er allavega á hreinu að það er mikilvægt að skoða kílóverðið þegar maður verslar í matinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum