fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Harpa furðar sig á barnamatseðlum: „Í algeru taktleysi við nútímann“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér til furðu er flestur matur á barnamatseðlum svo ótrúlega einsleitur og óhollur. Helst eru naggar í borðinu, djúpsteiktur fiskur eða hamborgari bara með tómatsósu, já eða pizza með pepperoni.“

Þetta skrifar Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, kvikmyndagerðarmaður, tónlistarmaður og lögfræðingur samtakanna Myndstef, í Facebook-hópinn Matartips en hún leitar góðra ráða og segist oft eiga í erfiðleikum með hvers konar mat væri best að panta fyrir son sinn. Hún segir að honum þykir spennandi að geta pantað sinn eigin mat af barnamatseðli en telur hún úrvalið almennt ekki vera í takt við samtímann.

„Ég er oft í miklum vandræðum með hvað ég eigi að panta handa honum og stundum bara gefist upp og gefið honum með því sem ég panta. Stundum hef ég líka bent á þetta og beðið um salat með barnamatnum. Sem betur fer hef ég mætt góðu viðmóti, en einu sinni hef ég þurft að borga aukalega fyrir það.“

Harpa segir þessa hugleiðingu sína ekki vera alhæfingu og telur þetta eiga frekar við um almenna fjölskyldustaði. „Auðvitað eru til veitingastaðir sem bara bjóða upp á hollustu, en það er yfirleitt á sérstökum lífrænum eða grænum stöðum og mjög sjaldan á þessum almennu,“ segir hún.

„Mér finnst þetta lýsa ákveðinni einsleitri matarstefnu fyrir börn og vera í algeru taktleysi við nútímann. Ef það tíðkast að hafa aldrei neitt grænmeti eða vegan mat í boði fyrir börn á veitingastöðum, þá verður það smátt og smátt sjálfsagt fyrir börnin að velja bara hamborgara og ís þegar farið er út að borða,“ segir Harpa og spyr lesendur hvort þeir hafi lent í þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa