fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Matur

Einn þekktasti matreiðslumeistari landsins gefst upp og skellir í lás – „Vann myrkranna á milli, fleiri hundruð klukkutíma í mánuði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. október 2019 16:46

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í mínu tilfelli var það þannig svona undir lokin að ég vann myrkranna á milli, alveg fleiri hundruð klukkutíma í mánuði, tók sjaldan frí og gat ekki borgað mér laun. Þannig að það fór eiginlega svona botninn af ástæðunni fyrir því að vera að reka veitingastað,“ segir Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari en hann er að loka veitingastað sínum Aalt Bistro í Norræna húsinu.

Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kveikur sem er á dagskrá RÚV í kvöld.

Sveinn er búinn að segja upp öllu starfsfólkinu og hann lýsir tilfinningnum sem vöknuðu við það að kveðja hvern og einn.

Sveinn segir að forsendur fyrir rekstri einstaklinga á veitingahúsum sé brostinn. Erfitt sé að hagræða og milliliðir í ferðaþjónustu stjórni því hvaða veitingahús ferðamenn velji. Sveinn bendir á að ekki sé hægt að reka veitingastað á afsláttarkjörum enda sé ekki gefinn afsláttur af öðrum rekstrarkostnaði.

Sveinn segir enn fremur:

„Ég held að flestir veitingamenn eða matreiðslumenn sem opna veitingastað séu að gera það til þess að fá að leika sér og fá að skapa. Svo er það náttúrlega þetta grunnatriði að sjá sér lífsviðurværis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

„Ég borðaði eins og Kate Middleton í viku og það var erfitt“

„Ég borðaði eins og Kate Middleton í viku og það var erfitt“
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti í vinnunni til að borða skyndibitamat á YouTube

Hætti í vinnunni til að borða skyndibitamat á YouTube
Matur
Fyrir 3 vikum

Fullkominn sjónvarpsmatur fyrir fólk á ketó: „Þessir bráðna í munni“

Fullkominn sjónvarpsmatur fyrir fólk á ketó: „Þessir bráðna í munni“
Matur
Fyrir 4 vikum

Ástæðan fyrir því að Joaquin Phoenix er vegan

Ástæðan fyrir því að Joaquin Phoenix er vegan