fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Matur

Æðislegur eftirréttur sem allir geta gert

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 18:30

Dásamlega einfalt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elskar þú hnetusmjör? Hvað með súkkulaði? Ef svarið við þessum spurningum er já er þetta eftirréttur fyrir þig. Og það sem meira er – það þarf ekki að baka hann.

Hnetusmjörs- og súkkulaðistykki

Hráefni:

115 g smjör
1 bolli + 2 msk. hnetusmjör
1 bolli hafrakex, mulið
1 bolli flórsykur
1 bolli súkkulaðibitar

Aðferð:

Takið til form sem er sirka 20×20 sentímetra stórt. Klæðið það með álpappír. Bræðið smjörið í örbylgjuofni í um 1 mínútu, eða þar til það er bráðnað. Bætið 1 bolla af hnetusmjöri, hafrakexmylsnu og flórsykri saman við og hrærið vel. Dreifið úr blöndunni í formið og þrýstið í botninn. Kælið í ísskáp. Setjið súkkulaði og 2 matskeiðar af hnetusmjöri í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Munið að hræra vel eftir hvert holl. Dreifið silkimjúku súkkulaðinu yfir botninn og kælið í um klukkustund. Skerið í bita og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna