fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Matur

Gómsætir nammibitar með karamellu og saltkringlum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er uppskrift að einum rosalegustu nammibitum sem til eru. Þeir innihalda einungis fjögur hráefni og taka nokkrar mínútur í gerð en mæÓmæ hvað þeir eru mikil dásemd. Ég hef gert þá með það í huga eða eiga í frysti þegar góða gesti ber að garði en gestirnir hafa enn ekki náð að fá smakk þar sem þeir klárast um leið. Mitt ráð til ykkar er…gerið amk. tvöfalda uppskrift!

Saltkringlur, súkkulaði og karamellur toppað með sjávarsalti

Nammibitar með karamellu og saltkringlum

350 g suðusúkkulaði
230 g saltkringlur
300 g Dumle karamellur
sjávarsalt

  1. Setjið smjörpappír á ofnplötu.
  2. Bræðið helminginn af suðusúkkulaðinu. Hellið á smjörpappírinn og dreyfið úr því.
  3. Setjið saltkringlurnar strax yfir súkkulaðið og þrýstið lauslega niður. Mér finnst gott að láta vel af þeim.
  4. Bræðið karamellurnar ásamt 2 msk af vatni og hrærið vel saman. Hellið síðan yfir saltkringlurnar.
  5. Bræðið hinn helminginn af súkkulaðinu og hellið yfir karamellurnar.
  6. Stráið sjávarsalti yfir og frystið í nokkrar mínútur eða þar til þetta er farið að harðna.
  7. Brjótið eða skerið í bita.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum