fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Þú þarft aðeins tvö hráefni í þessa gómsætu vegan súkkulaðiköku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu að fara að halda veislu og vilt gera eitthvað ótrúlega einfalt? Viltu einnig bjóða upp á vegan veitingar? Langar þig kannski bara í köku og nennir ekki að hafa fyrir henni? Þá erum við með skothelda uppskrift að gómsætri köku og þú þarft aðeins tvö hráefni.

Flest Betty Crocker kökumixin eru vegan, eins og djöflasúkkulaðikakan, gulrótakakan og brownie-mixið.

Venjulega þarf að blanda olíu, vatni og eggjum við þurrefnin, en það er alls ekki nauðsynlegt (og óþarflega flókið). Gerðu kökuna einfaldari, vegan og gómsætari.

Hráefni:

Kökumix
Gosdós (330 ml)

Aðferð:

Blandaðu einni lítilli gosdós (330 ml), eins og kristal dós, við og engu öðru. Þá ertu komin með tilbúið deig sem má fara inn í ofn. Þú getur einnig notað kók dós, pepsi dós og þar eftir götunum en þá verður smá bragðkeimur af þeirri gostegund sem þú notar.

Smá ráð: Ég helli hálfri gosdós, hræri smá og helli rest. Bíð svo í um fimm mínútur og hræri aftur, þá er eins og deigið „taki sér“ og verður meira „flöffí.“

Settu kökuna inn í ofn og fylgdu leiðbeiningunum á kassanum.

Kakan verður „blautari“ en venjulega en einnig ómótstæðilega góð. Ég veit ekki hversu oft ég hef gleymt að setja eitthvað yfir kökuna og daginn eftir er hún alveg jafn góð, ef ekki betri.

En hvað með krem?

Flest Betty Crocker tilbúnu kremin eru líka vegan. Eins og súkkulaðikremið og vanillukremið.

Nú geturðu gert vegan köku eða möffins á stuttri stund með lítilli fyrirhöfn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa