fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Matur

Þetta hafrakex er svo gott – Þú trúir því ekki að það sé sykurlaust

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 26. apríl 2019 14:30

Fljótlegt og þægilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta æðislega hafrakex hentar fyrir þá sem eru paleo eða borða eftir lágkolvetna mataræði og er algjört dúndur.

Hafrakex

Hráefni:

2 1/4 bolli möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. kanill
1 egg
2 msk. hunang

Góður stafli.

Aðferð:

Blandið saman möndlumjöli, lyftidufti, sjávarsalti og kanil í skál og setjið til hliðar. Blandið eggi og hunangi saman í annarri skál og blandið síðan þurrefnunum saman við. Hér er gott að nota hendurnar. Setjið plastfilmu yfir skálina og inn í ísskáp í um hálftíma. Hitið ofninn í 160°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Fletjið deigið út, annað hvort á milli tveggja smjörpappírsarka eða með möndlumjöli og kökukefli. Skerið út kex með pítsaskera eða skerið út hvaða form sem er. Raðið á ofnplötuna og bakið í 12-15 mínútur. Passið ykkur því um leið og kökurnar fara að brúnast eru þær fljótar að brenna.

Einfalt að grípa þetta með sér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar