fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Matur

Heilhveitivöfflur með karamellueplum – Þessa uppskrift þarf að geyma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 09:00

Frekar nettur morgunmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf gaman að breyta til í bakstrinum, en þessar heilhveitivöfflur renna svo sannarlega ljúflega niður.

Heilhveitivöfflur með karamellueplum

Hráefni – Vöfflur:

3 bollar heilhveiti
2 tsk. sjávarsalt
4 tsk. lyftiduft
1 bolli olía
2 egg
2 bollar mjólk (+ 2 msk.)
2 msk. brætt smjör
2 tsk. vanilludropar
4 msk. sýrður rjómi

Dásamlegar.

Hráefni – Karamelluepli:

2 epli (skorin í sneiðar)
1 msk. smjör
2 msk. púðursykur
1 tsk. rjómi
1 tsk. vanilludropar

Hráefni – Sætur rjómaostur:

1 bolli mjúkur rjómaostur
8 msk. hlynsíróp
2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Byrjum á vöfflunum. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar. Blandið olíu, eggjum, mjólk, smjöri, vanilludropum og sýrðum rjóma vel saman í annarri skál. Blandið þurrefnunum varlega saman við og passið að hræra ekki of vel saman, bara rétt þangað til allt er búið að blandast. Skellið í vöfflujárnið og búið til karamellueplin á meðan vöfflurnar bakast.

Bræðið smjör og púðursykur saman á pönnu yfir meðalhita. Þegar blandan byrjar að sjóða hellið þið rjómanum saman við og slökkvið á hellunni. Síðan blandið þið vanilludropunum saman við og loks er eplunum velt upp úr blöndunni. Leyfið þessu að malla á heitri hellunni (ekki kveikja samt aftur á henni) á meðan þið gerið vöfflurnar, eða þar til eplin eru orðin mjúk viðkomu.

Til að búa til sæta rjómaostinn er öllum hráefnum blandað vel saman og borið fram með vöfflunum og eplunum.

Ekki flókið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“