fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Ertu að geyma ávextina á réttum stað? Forðumst myglu í ávaxtaskálinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erum við ekki öll með girnilega ávaxtaskál í eldhúsinu? Sem á að lokka fjölskyldumeðlimi til að fá sér hollan ávöxt í amstri dags? Og svo er fátt fallegra en að sjá þessa náttúrulegu litafegurð taka á móti okkur þegar við göngum inn í eldhúsið.

En mikið ferlega er það svo svekkjandi þegar eitt epli rotnar og skyndilega er allt í skálinni orðið myglað og ónothæft! Farðu yfir listann og gáðu hvort þú sért að velja rétta ávexti til að hafa í skálinni… Margt á helst að vera í ísskápnum.

Bananar

Banana á alltaf að geyma við stofuhita. Í ísskápnum helst kjötið hart en verður samt sem áður brúnt og miður geðslegt.

Sítrusávextir

Margir freistast til að geyma sítrónur, appelsínur og límónur í ávaxtaskálinni. Frísklegir litirnir eru svo fínir í skálinni með hinum ávöxtunum. En sítrusávexti á að geyma í ísskáp því þeir þola ekki geymslu við stofuhita nema í örfáa daga áður en þeir byrja að mygla. Myglan smitar líka út frá sér í aðra ávexti í skálinni.

Avókadó

Óþroskaðan (harðan) avókadó ættir þú að geyma við stofuhita. Í ísskáp stöðvast þroskinn og græna kjötið fær brúna bletti. Mjúkt og passlega þroskað avókadó geymist hins vegar best í ísskápnum þar til á að nota í mat.

Mangó

Mangó á aldrei að geyma í ísskáp því það verður bragðlaust og hættir að þroskast. Láttu ávöxtinn frekar liggja frammi við stofuhita. Ef þú vilt flýta fyrir þroskanum má pakka mangóinu inn í dagblað og láta vera við stofuhita dagsstund.

Melónur

Melónur í heilu lagi á að geyma við stofuhita, en skornar í ísskáp.

Perur

Perur þroskast mjög hratt í stofuhita en ef þú geymir þær í ísskápnum hægist rækilega á þroskanum. Ef þú hins vegar veist af því að þú ætlar að njóta perunnar að kvöldi til, skaltu endilega taka hana út úr ísskápnum að morgni, því þá nær hún að verða akkúrat passlega mjúk og safarík.

Epli

Epli eiga helst að fá að vera þar sem er svalt. Í ísskáp, köldu búri eða jafnvel í bílskúrnum. Epli gefa frá sér svokölluð etyl sem getur aukið á þroska hjá öðrum ávöxtum og grænmeti svo best er að láta þau liggja í poka eða útaf fyrir sig.

Kíví

Geymdu kíví frekar í poka inni í ísskápnum en frammi á borði. Kívi skemmist frekar hratt við stofuhita.

Jarðarber

Jarðarberin skemmast því miður frekar hratt hvort sem þau eru geymd við stofuhita eða í ísskáp. Ekki skola þau eða taka græna stilkinn af fyrr en rétt áður en þú ætlar að borða þau. Skoluð og stilkalaus byrja þau enn fyrr að mygla.
Íslensk jarðarber geymast að sjálfsögðu langbest… og bragðast best!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa