Það getur verið mjög handhægt að panta mat í bílalúgu, sérstaklega eftir langan dag og þegar maður er á hraðferð. Það er hins vegar eitt sem þú ættir aldrei að gera þegar þú pantar mat í bílalúgu, samkvæmt vefsíðunni Eat This, Not That.
Samkvæmt frétt á síðunni ætti maður aldrei að breyta pöntun eða bæta við hana þegar maður er kominn að glugganum þar sem gjaldkerinn er. Það er nefnilega rosalega mikið mál.
Maður á að klára alla pöntunina strax við fyrsta stopp, þar sem rödd tekur á móti manni í kallkerfi. Ef maður ákveður að skipta um skoðun eða því um líkt þegar maður er að gera upp við gjaldkerann þá hægist á öllu ferlinum, sem er ekki aðeins vont fyrir þig heldur líka fyrir þá sem eru fyrir aftan þig í röðinni. Verra mál er að svona æfingar gera starf gjaldkerans einnig miklu erfiðara. Í mörgum tilvikum þarf hann að búa til pöntunina alveg upp á nýtt, sem lengir auðvitað biðtímann. Það er nefnilega mjög háþróað kerfi í gangi á stöðum sem eru með bílalúgu og minnsta rask getur komið öllu í uppnám. Mundu það.