fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Matur

Heimagerð tómatsósa að hætti Amöndu

Öskubuska
Laugardaginn 16. mars 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var vön að kaupa pastasósur eða jafnvel bara hreina maukaða tómata (tómat passata) í krukkum eða dósum og get notað töluvert af þeim. Ég ákvað því að prófa að búa til mína eigin tómatsósu þar sem ég er í þeirri vegferð að minnka einnota umbúðir og umbúðir almennt. Glerkrukkur þurfa vissulega ekki að vera einnota en ég á nú þegar nokkuð gott safn af krukkum svo ég vil ekki vera að sanka þeim að mér að óþörfu. Tómatana versla ég án umbúða í eigin grænmetispoka. Ítölsku kryddjurtirnar keypti ég í Matarbúri Kaju í eigin krukku en slík blanda ætti að vera til í flestum matvöruverslunum.

Ég hef sýnt frá gerð  tómatsósunnar minnar í instagram story en þetta er grunn uppskrift af tómatsósu sem ég nota í pasta og pottrétti og krydda svo aukalega eftir því hvað ég er að elda.

Ég er einnig viss um að þessi sósa yrði góð á pítsu! Mér finnst gott að búa til svolítið magn af sósunni í einu og skipta henni upp í krukkur sem ég geymi í frysti (passið bara að sósan sé orðin köld áður en krukkan fer í frystinn og ekki fylla krukkuna alveg upp í topp). Þá get ég tekið sósukrukku úr frystinum að morgni og eldað eitthvað gómsætt með henni seinna um daginn.

Þessi uppskrift býr til ca 10-11 dl af sósu sem ég skipti yfirleitt í 3 krukkur.

Hráefnin:

  • Í kringum 18 meðal stórir tómatar (verðið hefur yfirleitt verið í kringum 600kr. fyrir þetta magn).
  • 4-6 hvítlauksgeirar
  • Salt
  • Pipar
  • Ítalskar kryddjurtir
  • Ólífuolía

Aðferð:

Stillið ofninn ykkar á 200°C. Penslið stóra ofnplötu með ólífuolíu. Dreifið salti, pipar og ítölskum kryddjurtum yfir ofnplötuna ásamt grófsöxuðum hvítlauksgeirum.

 

Skerið stylkinn af tómötunum en leyfið kjarnanum að vera eftir. Skerið tómatana í tvennt og raðið á ofnplötuna þannig að kjarninn snúi að plötunni.

 

Bakið tómatana í ofninum í ca 35 mínútur og leyfið þeim svo að kólna.

 

Fjarlægið húðina af tómötunum, hún hætti að vera mjög laus.

 

Setjið allt innihald ofnplötunnar í blandara og blandið vel.

 

Sósan er tilbúin! Geymið í krukkum eða boxum. Ég hef geymt sósuna í ísskáp í nokkra daga (4-5 dagar) en geymi hana yfirleitt í frysti.

Njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival