fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Matur

Kvöldmaturinn klár á tólf mínútum: Þú trúir því ekki hvað þetta er einfalt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 18:00

Dásamlega frískandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft ansi mikill höfuðverkur að reyna að finna út úr því hvað maður ætlar að hafa í kvöldmat. Hér er réttur sem leysir öll slík vandamál og er líka einstaklega fljótlegur.

Kúskús-salat

Hráefni:

1¼ bolli kúskús
315 ml sjóðandi vatn
1 grænmetisteningur, mulinn
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 tsk. þurrkað kóríander
400 g kjúklingabaunir
½ bolli ferskt kóríander, fínsaxað
½ bolli fersk steinselja, söxuð
1 rauðlaukur, saxaður
200 g sólþurrkaðir tómatar í olíu
120 g klettasalat
börkur af 1 sítrónu, rifinn
5 msk. nýkreistur sítrónusafi
½ tsk. svartur pipar
60 g fetaostur
salt

Fljótlegt og skemmtilegt.

Aðferð:

Setjið kúskús, kjúklingabaunir, grænmetistening, þurrkað kóríander og hvítlauk í stóra skál. Hellið sjóðandi vatni yfir herlegheitin og hristið til að blanda saman. Setjið plastfilmu eða disk yfir og setjið til hliðar í fimm mínútur. Hrærið aðeins í blöndunni með gaffli og leyfið þessu að kólna aðeins. Blandið restinni saman við, nema fetaosti og salti, og blandið saman. Skreytið með fetaosti og salti og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna