fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Æðislegur, grískur kjúklingaréttur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 12:00

Virkilega bragðgott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er mjög fljótlegur og þarf ofboðslega lítið að hafa fyrir honum. En mikið sem hann er góður og tilvalið að bera hann fram með góðu salati eða hrísgrjónum.

Grískur kjúklingaréttur

Hráefni:

3 msk. ólífuolía
safi úr 1 sítrónu
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk. þurrkað oreganó
500 g beinlaus kjúklingalæri
salt og pipar
220 g ferskur aspas, endar skornir af
1 kúrbítur, skorinn í sneiðar og síðan í hálfmána
1 sítróna, skorin í sneiðar

Aðferð:

Blandið 2 matskeiðum af olíu, sítrónusafa, hvítlauk og oreganó saman í stórri skál. Bætið kjúklingalærunum út í og blandið saman þannig að marinering hylji lærin. Setjið plastfilmu yfir skálina og leyfið þessu að marinerast í ísskáp í að minnsta kosti fimmtán mínútur, eða í allt að tvo klukkutíma. Hitið ofninn í 220°C. Hitið restina af olíunni í stórum potti yfir meðalhita. Kryddið báðar hliðar kjúklingsins með salti og pipar og setjið í pottinn. Hellið restinni af marineringunni í pottinn. Steikið þar til húðin er stökk og gyllt, í um 10 mínútur. Snúið kjúklingi við og bætið aspas, kúrbít og sítrónusneiðum í pottinn. Setjið pottinn inn í ofn og eldið í um 15 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og grænmetið mjúkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“