fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Matur

No Bake hnetusmjörs hafraklattar að hætti Sylvíu Haukdal

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 23. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir er menntaður pastry chef úr Le Cordon Bleu og starfar hún í Sætum Syndum. Sylvía er einnig lífsstílsbloggari á síðunni Ynjur.is þar sem hún er dugleg að deila með lesendum sínum girnilegum uppskriftum.

Þessi uppskrift er af svo kölluðum No bake hnetusmjörs hafraklöttum.

Innihald:

120 gr smjör
4 dl sykur
100 ml mjólk
4 msk kakó
1 dl hnetusmjör (creamy)
1 tsk vanilludropar
6 1/2 dl gróft haframjöl
Hvítt súkkulaði og sjávarsalt til skreytingar

Aðferð:

Smjör, sykur, mjólk og kakó sett í pott. Leyft að sjóða í ca. 1 mín.

Hnetusmjöri og vanilludropum hrært saman við.

Blöndunni hellt yfir haframjölið og hrært vel saman.

Sett á bökunarpappír í mót og inn í frysti í 10-15 mín.

Tekið úr frysti og skreytt með hvítu súkkulaði, sjávarsalti stráð yfir. Sett aftur í frysti í 10-15 mín.

Athugið: Geymist í kæli eða frysti. 

Hægt er að fylgjast með Sylvíu á Snapchat: shaukdal

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna