fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Matur

Bananabrauð – Uppáhalds uppskriftin mín

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mínu heimili elska allir bananabrauð og ég er mjög dugleg að verða við þeirri beiðni að baka fyrir fjölskulduna þetta einfalda en sjúklega góða bananabrauð.

En ég fékk þessa uppskrift fyrir nokkrum árum hjá vinkonu minni og ég kalla þetta alltaf “Bananabrauð Írisar” … einfaldlega BEST!

Uppskrift:

1 bolli / 2dl sykur
1 egg
2-3 bananar (fer eftir stærð banananna og þroska)
2 bollar / 4dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi

Aðferð:

Sykur & egg þeytt saman – hér er lykilatriði að þeyta þetta mjög vel
Bananar stappaðir og bætt út í
Þurrefnum er svo öllum blandað saman við
Hrært vel
Bakað við 150°C í 50mín

Mér finnst orðið miklu skemmtilegra að setja þetta í hring form, þá verða sneiðarnar aðeins minni þegar brauðið er skorið. Þá borða allir minni skammta og brauðið endist lengur.

Eitt að lokum… ef bananarnir eru mjög þroskaðir og ég nota til dæmis þrjá, þá minnka ég sykurinn í uppskriftinni á móti og nota jafnvel sukrin til þess að gera þetta í hollara lagi;)

Verði ykkur að góðu!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði