Ketó mataræðið, eða svokallað lágkolvetna mataræði, er afar vinsælt þessa dagana, en mataræðið snýst um að halda neyslu kolvetna undir ákveðnu magni á dag, til dæmis undir 20 til 50 grömmum. Hér eru hins vegar þrjár mjólkurvörur sem ketó liðar ættu að forðast.
Í mjólk er mikið af próteini og fitu en einn bolli af léttmjólk getur innihaldið þrettán grömm af kolvetnum. Þeir sem eru á lágkolvetna mataræði borða örugglega eitthvað með kolvetnum yfir daginn, eins og grænmeti og hnetur, og því væri synd að eyða kolvetnum í mjólkurglas.
Hún inniheldur litla fitu og mikið prótein en þeir sem eru ketó ættu að varast mikið kotasæluát. Einn bolli af kotasælu getur innihaldið um átta grömm af kolvetnum þannig að passið skammtastærðirnar.
Jógúrt með nokkrum hnetum virðist vera handhægt og einfalt ketó snarl en 150 grömm af jógúrt getur innihaldið 12 grömm af kolvetnum. Ef jógúrtin er bragðbætt getur kolvetnafjöldinn farið upp í 24 grömm. Best er að halda sig við gríska jógúrt, sem inniheldur vanalega um fimm grömm af kolvetnum í 200 grömmum.