fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Matur

Þrjár mjólkurvörur sem geta rústað ketó mataræðinu þínu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 27. október 2018 18:00

Fituríkar eða fitulitlar mjólkurvörur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketó mataræðið, eða svokallað lágkolvetna mataræði, er afar vinsælt þessa dagana, en mataræðið snýst um að halda neyslu kolvetna undir ákveðnu magni á dag, til dæmis undir 20 til 50 grömmum. Hér eru hins vegar þrjár mjólkurvörur sem ketó liðar ættu að forðast.

Mjólk

Í mjólk er mikið af próteini og fitu en einn bolli af léttmjólk getur innihaldið þrettán grömm af kolvetnum. Þeir sem eru á lágkolvetna mataræði borða örugglega eitthvað með kolvetnum yfir daginn, eins og grænmeti og hnetur, og því væri synd að eyða kolvetnum í mjólkurglas.

Kotasæla

Hún inniheldur litla fitu og mikið prótein en þeir sem eru ketó ættu að varast mikið kotasæluát. Einn bolli af kotasælu getur innihaldið um átta grömm af kolvetnum þannig að passið skammtastærðirnar.

Jógúrt

Jógúrt með nokkrum hnetum virðist vera handhægt og einfalt ketó snarl en 150 grömm af jógúrt getur innihaldið 12 grömm af kolvetnum. Ef jógúrtin er bragðbætt getur kolvetnafjöldinn farið upp í 24 grömm. Best er að halda sig við gríska jógúrt, sem inniheldur vanalega um fimm grömm af kolvetnum í 200 grömmum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum