fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Matur

Tilbrigði við stef: Hvernig væri að prófa túnfiskborgara?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 14. október 2018 18:00

Skemmtileg tilbreyting.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgarar eru klassískir en túnfiskborgari er ekkert síðri. Sérstaklega ekki þegar hann er settur saman með æðislegu dill mæjónesi. Þetta er skotheld blanda.

Túnfiskborgari

Dill mæjónes – Hráefni:

1/3 bolli mæjónes
1 msk. ferskt dill, saxað
1 msk. grænar ólífur, saxaðar
1 tsk. sítrónusafi
1/2 tsk. Creóla-krydd

Aðferð:

Blandið öllu vel saman og setjið í góða skál með plastfilmu yfir. Geymið í ísskáp þar til borgararnir eru tilbúnir.

Borgarar – Hráefni:

1 stórt egg
1/4 bolli mæjónes
2 dósir af túnfiski í vatni
3/4 bolli brauðrasp
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 bolli gular baunir
1/2 bolli gulrætur, rifnar
1/4 bolli paprika, smátt söxuð
1/4 bolli laukur, smátt saxaður
3/4 tsk. Creóla-krydd
3 msk. ólífuolía

Aðferð:

Þeytið egg og mæjónes saman með gaffli. Bætið túnfisk saman við og hrærið. Blandið brauðraspi, hvítlauk, gulum baunum, gulrótum, papriku, lauk og Creóla-kryddi saman í annarri skál. Blandið síðan túnfiskblöndunni saman við og hrærið vel. Mótið sex borgara úr blöndunni. Hitið ólífuolíu í stórri pönnu yfir meðalhita og steikið borgarana í sirka 7 til 9 mínútur á hvorri hlið. Berið borgarana fram í ristuðu hamborgarabrauði með dill mæjónes og fersku grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“