fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Kynning

Áltak: Þaktíminn er runninn upp!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna er þaktíminn runninn upp í byggingariðnaðinum og margir eru farnir að huga að þakefnum og uppsetningu þaka fyrir næsta haust. Áltak býður upp á afar breitt vöruúrval af þakklæðningarefni úr áli, aluzinki, kopar og fleiru. Áltak er einnig með fjölbreytt úrval af þakgluggum sem auðvelt er að nota í bland við þakefnið. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og búa starfsmenn yfir gífurlegri reynslu sem snýr að húsbyggingum. „Sölumenn okkar eru sérlega fróðir um þakefni og allt sem tengist því og geta ráðlagt öllum, bæði vönum húsasmiðum og leikmönnum, um val á þakefni, þakpappa, festingum og fleiru,“ segir Guðmundur Hannesson, sölustjóri hjá Áltaki.

Fjölbreytt þakefni í óskalengdum

„Við erum með eigin framleiðslu á þakefni úr bæði áli og aluzinki. Þá erum við með afar breiða línu í bæði litum og formi. Við bjóðum t.a.m. upp á hátt í 30 liti í álinu. Svo bjóðum við upp á sex mismunandi prófíla, þ.e. trapisuprófíl, stallað þakefni og svo fjórar mismunandi stærðir og þykktir af bárum. Stallaða þakefnið fæst einnig í steinskífuútliti. Við getum framleitt allt þakefni í hvaða útliti sem er og afhent á einungis fjórum til fimm dögum í þeirri lengd sem viðskiptavinurinn óskar eftir.“

Grundvallaratriði að allt passi saman

Það þarf margt að hafa í huga þegar kemur að því að setja upp þak eða skipta um þakefni. Það er ekki bara útlitið sem skiptir máli heldur líka efnisval, val á undirlagi, tegund og efni festinga og margt fleira. „Við erum með tvær gerðir af þakpappa sem passar undir allt þakefni sem við bjóðum upp á. Pappinn er vatnsheldur og fæst í tveimur þykktum og er valinn út frá þakefninu sem fólk hefur hug á að nota. Einnig erum við með allar festingar og annan aukabúnað sem þarf. Það er mikilvægt að fá ráðleggingar hjá okkur varðandi val á vörutegundum því þegar komið er upp á þak þá er algert grundvallaratriði að allt passi saman, þakefni, þakpappi og festingar.“

60 ára gömul álþök í stakasta lagi

„Álið hefur sýnt sig og sannað hérlendis. Til eru dæmi um hús með sextíu ára gömul álþök sem enn eru í fínu standi. Það er deginum ljósara að það borgar sig að velja vel þegar kemur að þakefni. Sérstaklega í loftslagi eins og á Íslandi. Hér geta komið mikil rigningasumur eins það í fyrra, sem er enn ferskt í minni allra Reykvíkinga. Einnig getur veturinn verið snjóþungur og stormasamur sem gerir það að verkum að það reynir enn meira á húsþökin. Þakefnið og annað sem við bjóðum upp á hjá Áltaki stenst ströngustu gæðakröfur fyrir íslenskt veðurfar.“

Ylklæðningar: Hagkvæmar lausnir

„Einnig bjóðum við upp á ylklæðningar eða samlokueiningar úr bæði PIR og steinull.“ Samlokueiningar eru með hagkvæmustu lausnum á þök. Með einni einingu sem skrúfuð er á stál- eða tréburðargrind er kominn fullbúinn útveggur og/eða þak – fullbúið að utan sem innan. „Á Íslandi eru mjög strangar kröfur um brunaþol og við hjá Áltaki þekkjum reglurnar og bjóðum einungis það sem hentar hverju verkefni.“

Hægt er að hafa samband í síma 577-4100 eða koma við hjá Áltaki í Fossaleyni 8, 112 Reykjavík. Einnig er hægt að senda póst á altak@altak.is og skoða vörur nánar á heimasíðu Áltaks, www.altak.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
20.05.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
09.04.2020

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
20.03.2020

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup