fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Kynning

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. ágúst 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yoga Shala hóf starfsemi árið 2005, en opnaði á nýjum stað í janúar 2017 á 3. hæð í Skeifunni 7. Þá stækkaði bæði húsnæðið, aðstaðan varð betri og tímarnir fleiri.

„Við erum með gullfallegan sal þar sem horft er til Esjunnar,“ segir Ingibjörg Stefánsdóttir einn af eigendum Yoga Shala.

„Nýjasta viðbótin er að salurinn er hitaður með innrauðum hita og það hefur alveg slegið í gegn. Það er komin fín reynsla á salinn og fólk er að elska þetta. Það eru ákveðnir tímar sem eru hitaðir upp með þessum hita, það góða við hann er að hann er hljóðlaus og er að hita fólkið, ekki loftið,“ segir Ingibjörg, en Yoga Shala er fyrsta jógastöðin hér á landi sem notar þennan hita.

„Við viljum að jóga sé aðgengilegt fyrir alla, sama hver bakgrunnurinn er. Fjölbreyttir tímar eru í boði, enda misjafnt hverju fólk er að leita eftir, en hins vegar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Ingibjörg nefnir sem dæmi að námskeiðið Stirðir strákar hafi slegið í gegn, enda hefur verið uppselt á öll námskeiðin. Tímar eru í boði allan daginn: morgna, hádegi, seinni part og á kvöldin og ættu því allir að hafa tíma fyrir jóga í dagskránni.

„Við erum að fara að bæta við fleiri námskeiðum. Við erum að vinna með kulnun og bjóðum upp á sérstaka tíma og námskeið fyrir fólk sem glímir við hana. Við erum einnig með sér tíma fyrir konur sem heita Kyrrðarjóga fyrir konur, nýtt námskeið sem heitir Kvennakraftur og fullt af opnum tímum. Á morgnana erum við með frábæra tíma þar sem fólk lærir að iðka sjálft, á eigin hraða og forsendum undir leiðsögn kennara.

Margir viðskiptavina Yoga Shala koma í gegnum Virk og hefur verið mikið ánægja með það samstarf.  Við elskum að hjálpa fólki að líða betur.“

En hver er ávinningurinn við að stunda jóga?

„Mín upplifun er að ég mæti sjálfri mér í jóga. Ég finn hvernig ástandi ég er í og vinn með það í jógatímanum. Stundum þarf ég á kraftmiklum tímum að halda, stundum kallar líkaminn á djúpslökun.  Eftir tíma líður mér alltaf miklu betur,“ segir Ingibjörg. Jóga er sjálfskoðun, hjálpar fólki með einbeitingu, er frábær líkamsrækt, gefur innri kraft og betri líðan. Hjá okkur vinnum við bæði með líkamann og andlegu hliðina, þetta helst allt í hendur; hugur og líkami. Jóga er ekki eins alvarlegt og fólk heldur. Það er líka skemmtilegt og skapandi.

Það er áreiti úti um allt, í vinnu, svo komum við heim og áreitið heldur áfram. Svo leggur maður höfuðið á koddann og getur jafnvel ekki sofnað. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að eiga stund á hverjum degi þar sem maður kúplar sig út og hleður batteríið. Við notum æfingar sem eru róandi fyrir taugakerfið og hugann.“

Hjá Yoga Shala er meðal annars boðið upp á hugleiðslu, Yoga Nidra, sem er djúpslökun og mjög vinsæl, Ashtanga-jóga, kraftjógaflæði, kyrrðarjógaflæði. „Það er bara um að gera að skoða úrvalið á heimasíðu okkar og hafa samband við okkur og fá leiðbeiningar um hvað hentar best. Við bendum líka fólki á að hlaða niður appinu okkar – Yoga Shala Reykjavík.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefsíðunni yogashala.is og Facebook-síðu Yoga Shala Reykjavík. Einnig eru upplýsingar veittar í síma 553-0203 eða í gegnum tölvupóst á netfangið yoga@yogashala.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“