Cure Support hefur í tvo áratugi verið að þróa hin öflugustu bætiefni sem völ er á með liposomal-tækni sem tryggir hámarks nýtingu og upptöku næringarefna í líkamanum.
Cure Support er hollenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu á hágæðabætiefnum. Fyrirtækið er með sína eigin framleiðslu þar sem helsta áherslan er á frásog bætiefna í líkama okkar. Þessi háþróaða tækni hefur verið að þróast í tvo áratugi og ekki að ástæðulausu þar sem vörur unnar með þessari tækni hafa slegið í gegn víða um heim. Aðalmarkmið Cure Support er að útbúa áhrifarík bætiefni sem veita þér hámarksvirkni og góða líðan með svokallaðri liposomal-tækni.
Ásdís Birta Auðunsdóttir er með gráðu í næringarfræði og hefur kynnt sér fyrirtækið Cure Support og liposomal-tæknina afar vel en hún segir okkur hér frá hvernig tæknin virkar og hvaða kosti slík bætiefni hafa umfram önnur bætiefni.
Liposomal eru örlitlar kúlulaga loftbólur sem samanstanda af einu eða fleiri fosfólípíðum sem eru náttúruleg lípíð eða fita. Bætiefni sem unnin eru með liposomal-tækni eru umlukin tvöfaldri fituhimnu sem verndar og eykur upptöku í meltingarvegi en tæknin gerir það að verkum að bætiefnið virkar þannig hraðar og betur ásamt því að líkaminn á auðveldara með að nýta næringarefnin.
Tæknin hefur að auki þá eiginleika að verja næringarefnin fyrir til dæmis ensímum, magasýrum og öðru sem fyrirfinnst í meltingarkerfinu sem gerir það að verkum að næringarefnin skila sér betur til frumna og vefja og kemur þannig í veg fyrir að stærri skammtar af vítamínum valdi óþægindum eða truflunum í meltingarvegi.
Með slíkum hætti verður upptakan mun skilvirkari og tryggir tæknin hámarksnýtingu og upptöku næringarefnanna í líkamanum. Bætiefni sem unnin eru með liposomal-tækni henta því afar vel fyrir þá sem eiga erfitt með upptöku næringarefna af einhverjum ástæðum sem og öllum sem vilja skilvirka og góða upptöku næringarefna.
Cure Support hefur framleitt magnesíum með liposomal-tækni sem er einstaklega áhrifarík leið til þess að fá daglegan skammt af þessu mikilvæga steinefni. Varan er í fljótandi formi sem gerir það að verkum að steinefnið skilar sér beint út blóðrásina og tryggir þannig hámarksupptöku. Cure Support hefur að auki þróað sérlega áhugaverða aðferð sem kallast Aktin-tækni þar sem liposomaltæknin er notuð til þess að útbúa hylki.
Cure Support er með einkaleyfi á Aktin-aðferðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hylki, sem framleidd eru með Aktin-tækni þar sem liposomal-tæknin er notuð, frásogast betur samanborið við önnur sambærileg bætiefni í hylkjaformi. Cure Support hefur þróað aðferðina til fjölda ára en meginmarkmið með að nota þessa aðferð er að ná hágæða frásogi og upptöku næringarefna í líkamanum.
Cure Support býður upp á frábært úrval af öflugum vörum sem framleiddar eru með Aktin-tækni. Vörulínan inniheldur fyrst og fremst Magnesíum sem unnið er með liposomal-tækni og fimm vörur til viðbótar þar sem unnið er með Aktin-tæknina. Aktin-vörulínan inniheldur D3-vítamín sem stuðlar meðal annars að viðhaldi eðlilegra beina og tanna. K2 + D3-vítamínblandan er einstaklega áhrifarík en samvirkni K2 og D-vítamíns er gríðarlega mikilvæg fyrir mannslíkamann en saman tryggja þessi næringarefni að kalk frásogist úr blóðinu og skili sér til beinanna þar sem það bætir beinþéttni.
Að auki býður Cure Support upp á B12-vítamín sem stuðlar meðal annars að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og er afar mikilvægt fyrir myndun rauðu blóðkornanna sem sjá um að flytja súrefni um líkama okkar, sem og C-vítamínhylki en C-vítamín gegnir fjölda mikilvægra hlutverka í líkama okkar svo sem að auka frásog járns.
Síðast en ekki síst fást Q10 hylki í vörulínu Cure Support en Q10 hefur lengi verið þekkt fyrir heilsueflandi eiginleika sína fyrir mannslíkamann en meðal annars tekur það þátt í að vinna orku úr fæðuefnum í grunnefnaskiptum frumnanna ásamt því að vera öflugt andoxunarefni.