Um er að ræða tveggja til fjögurra herbergja íbúðir, frá 66,5 til 130,3 fermetrar að stærð. Verð frá 59,9 milljónum.
Falleg álklæðning er á húsinu og hönnun sem ber af, en aðalhönnuður er Úti og inni arkitektar.
Hver eign skilast fullbúin að innan, með öllum gólfefnum.
Í eldhúsi eru þýskar innréttingar, Nobilia frá GKS, og raftæki frá AEG. Bæði kæliskápur, með frysti, og uppþvottavél eru innbyggð í innréttinguna. Hvítu fataskáparnir eru frá Parka og eru innbyggð LED-ljós og kubbaljós í eigninni.
Gólfið í þakíbúðum er í beinu flútti við svalir og því engin drep. Það eru gólfsíðir gluggar í öllum íbúðum sem hleypa inn mikilli birtu og skapa fallegt flæði.
Útsýnið er einstakt og staðsetningin frábær. Stutt er í einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarhrauni og við Urriðavatn.
Stærri eignir hafa aðgang að bílastæðahúsi.
Horfðu á myndband af eigninni hér að neðan.
Eignin er á skrá hjá fasteignasölunni Lind. Til að vita meira smelltu hér eða sendu tölvupóst á Guðrúnu Antonsdóttur, löggiltan fasteignasala, á netfangið gudrun@fastlind.is.