fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

Hefur þú komið í fullkomnasta kvikmyndasal landsins?

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. febrúar 2023 10:10

Ljósmyndir eru teknar af ljósmyndaranum Jóni Páli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýji Lúxus VIP-salurinn í Sambíóunum Kringlunni, er ber heitið Ásberg, opnaði formlega í gær fimmtudaginn 2. febrúar. Um er að ræða einn fullkomnasta kvikmyndasal á Íslandi til þessa!

Fasteignafélagið Reitir og Sambíóin leiddu fyrst saman hesta sína með opnun hins þriggja sala Kringlubíós árið 1996 þegar verslunarmiðstöðvarnar Kringlan og Borgarkringlan voru sameinaðar. Þar með var fyrsta kvikmyndahúsið risið í verslunarmiðstöð hér á landi, en slíkt hafði mjög rutt sér til rúms erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum.

Salarins beðið með eftirvæntingu

Nú 27 árum síðar kynna Reitir og Sambíóin nýtt og endurnýjað kvikmyndahús í Kringlunni. Ráðist var í metnaðarfullar breytingar á aðkomu og veitingasölu bíósins, litaásýnd þess endurnýjuð og kynntar ýmsar nýjungar í rekstri kvikmyndahúsa hér á landi.

Stærsta og metnaðarfyllsta breytingin á bíóinu er án nokkurs vafa glænýr og glæsilegur VIP salur, Ásberg, sem býður upp á það allra besta sem völ er á þegar kemur að hljóm- og myndgæðum. Beðið hefur verið eftir opnun salarins með mikilli eftirvæntingu sem er vel skiljanlegt því salurinn er allur sá glæsilegasti og býður upp á áður óþekktar nýjungar í upplifun kvikmyndahúsagesta.

Einn glæsilegasti kvikmyndasalur landsins

Ásberg í Kringlunni rúmar 72 manns. Sætin eru fyrsta flokks með öllum þeim þægindum sem hægt er að hugsa sér, til dæmis þráðlausri hleðslu fyrir snjallsíma. Einnig lumar salurinn á nýjung hér á landi þegar kemur að bíóupplifun en fremst í salnum eru glæsileg legusæti þar sem virkilega er hægt að láta fara vel um sig líkt og í sófanum heima. Aftast í salnum er svo að finna sérstök parasæti eða „private panel“ þar sem pör geta legið þétt saman og notið sýningarinnar.

Breytingarnar taka mið af nýjum tímum í upplifun kvikmyndahúsagesta, sem vilja njóta gæða kvikmyndarinnar í einstökum Dolby Atmos hljómgæðum og mynd í góðum félagsskap.

Paolo Gianfrancesco hjá THG Arkitektum sá um að hanna endurbæturnar á húsnæðinu þar sem upplifun og þarfir bíógesta voru hafðar að leiðarljósi en á sama tíma passað upp á að viðhalda þeim góða anda og stemningu sem ætíð er að finna í Sambíóunum Kringlunni.

Nú starfa Sambíóin í Keflavík, Akureyri, Egilshöll, Kringlunni og Álfabakka og sækir gríðarlegur fjöldi landsmanna þau heim ár hvert. Margar kynslóðir í Samfjölskyldunni hafa unnið við bíóreksturinn frá stofnun og nafnið Ásberg er tengt þeim órofa böndum, sem sést vel á því að framkvæmdastjóri kvikmyndahússins í Kringlunni er Alfreð Ásberg Árnason og hefur hann haft yfirumsjón með breytingunum fyrir hönd fyrirtækisins. Það er því viðeigandi að nýjasti salur Sambióanna beri þetta nafn um ókomin ár.

Ein alls herjar skemmtun

Opnunartími bíósins í Kringlunni verður lengri en víða annars staðar en sýningar munu hefjast fyrr á daginn og um helgar verður boðið upp á morgunbíó sem vonandi kemur fjölskyldufólki og öðrum morgunhönum sérlega vel. Áfram er bíóið jafnframt heimavöllur óperusýninga utan úr heimi, eins og verið hefur um árabil.

Með nýrri og endurbættri þriðju hæð Kringlunnar er ætlunin að gefa höfuðborgarbúum svo og landsmönnum öllum og erlendum ferðamönnum kost á úrvals þjónustu í mat og drykk með tengingu við verslanir, kvikmyndahús, bókasafn og Borgarleikhús, Ævintýragarð með barnagæslu fyrir yngstu viðskiptavinina og fjölbreytta flóru veitingastaða af öllum stærðum og gerðum sem opnir eru frameftir kvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum