fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Kynning

Vitesco, Stora Enso og sex nýir samstarfsaðilar ganga til liðs við Polestar 0 verkefnið

Kynning
Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 10:24

Polestar hefur skráð átta samstarfsaðila til viðbótar við Polestar 0 verkefnið. Markmiðið er að búa til raunverulega loftslagshlutlausan bíl fyrir árið 2030.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

  • Átta nýir alþjóðlega leiðandi samstarfsaðilar ganga til liðs við Polestar 0 verkefnið við sköpun á raunverulega loftslagshlutlausum bíl fyrir árið 2030.
  • Nýir samstarfsaðilar munu leggja sitt af mörkum til rannsókna á sviðum eins og lífrænum efnum, efna- og álferlum, rafeindatækni og yfirborðsefnum í innra rými.
  • Áfram verður haldið við leit að fleiri samstarfsaðilum á sviðum hráefna, lífrænna efna, fjölliða, rafmagnsíhluta, eðallofttegunda og annarra grunnefna.

GAUTABORG, SVÍÞJÓÐ – 1. febrúar 2023

Polestar (Nasdaq: PSNY), sænskur framleiðandi hágæða rafbíla með afburða aksturseiginleika, hefur skráð átta samstarfsaðila til viðbótar við Polestar 0 verkefnið, markmið fyrirtækisins að búa til raunverulega loftslagshlutlausan bíl fyrir árið 2030. Nýir samstarfsaðilar í verkefninu eru meðal annars Vitesco Technologies, Schloetter, Autoneum, Stora Enso, TMG Automotive, Gränges, Borgstena og Stena Aluminium. Þeir koma frá löndum eins og Þýskalandi, Sviss, Portúgal, Finnlandi og Svíþjóð og starfa á sviði rafmagnsstraumbreyta (inverters), rafhúðunar, efna fyrir yfirbyggingu og innréttinga, endurnýjanlegra lausna í umbúðum, lífefna og viðarsmíði, húðunar og vefnaðarvöru, flatvalsaðs áls, prjónaðs og ofins efnis og endurunnins áls.

Polestar 0 verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2021 í þeirri trú að bílaiðnaðurinn þurfi á algjörri endurstillingu að halda. Þó orkuskipti yfir í rafbíla útiloki útblástur, viðurkennir Polestar nauðsyn þess að bregðast brýnt við losun sem stafar af framleiðslu. Metnaðarfullt markmið Polestar 0 verkefnisins er að útrýma öllum uppsprettum CO2í í allri aðfangakeðjunni, allt frá hráefnisvinnslu til efnis- og ökutækjaframleiðslu, afhendingu og við endalok líftíma, án þess að treysta á villandi kolefnisjöfnunarkerfi.

Hans Pehrson, yfirmaður Polestar 0 verkefnisins, segir: „Sannfæring mín um árangur Polestar 0 verkefnisins er staðfest í hvert skipti sem við hittum nýja samstarfsaðila. Það er ljóst að möguleikar og tækifæri leynast um allan heim. Að ná því sem virðist ómögulegt er aldrei eins manns verkefni. Það er aðeins með sameiginlegum aðgerðum sem við getum hafið byltingu sem sannarlega skiptir sköpum og skapa þannig umbreytingarlausnir sem hafa áhrif út fyrir bílaiðnaðinn.“

Rannsóknir á grunnefnum eru grundvallaratriði, sem gerir lífræna uppsprettu og námuvinnslu, fylgt eftir með hreinsun og manngerðum efnum, og lykill að velgengni. Það er þörf á fleiri samstarfsaðilum, bæði frá fræðasviðum og frá atvinnulífinu, og leitin heldur áfram að samstarfsaðilum um hráefni, lífræn efni, fjölliður, rafmagnsíhluti, eðallofttegundir og aðra grunnefnisframleiðslu. Með það markmið að afhenda raunverulega loftslagshlutlausan bíl árið 2030 er mjög brýnt að leysa þá þætti sem upp á vantar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“