fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Það var enginn tilbúinn fyrir okkur í fyrstu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 1. janúar 2022 08:02

Inga Eiríksdóttir hefur ferðast um allan heim, en uppáhalds kombuchað hennar er frá Kombucha Iceland. DV/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvenskörungurinn Inga Eiríksdóttir er mörgum kunnug fyrir módelstörf sín en hún hefur starfað innan fyrirsætugeirans frá fimmtán ára aldri. Hún er þekkt fyrir að fylgja sannfæringu sinni af miklum krafti og meðal málefna hjarta hennar má nefna breytingar innan fyrirsætugeirans, umhverfismál og svo kombucha.

„Ég hóf fyrirsætuferilinn fimmtán ára gömul og flutti til New York átján ára. Síðan þá hef ég ferðast um allan heim og unnið við módelstörf meðfram ýmsu öðru, og er ennþá að. Ég flutti heim til Íslands í Covid-19 faraldrinum í júní í fyrra með dætur mínar tvær og höfum við búið hér síðan. Núna er ég að vinna með Bláa lóninu og er andlit BL+. Það hefur verið yndislegt að vera á Íslandi í faraldursástandinu, en ég, eins og aðrir, bjóst ekki við að þetta yrði svona langt tímabil. Það er því ekki ólíklegt að ég flytji aftur út til New York í náinni framtíð.“

Umhverfismál

Inga hóf störf fyrir sex árum síðan hjá Project Drawdown og hefur verið í stjórn þar. Starfsemin byggir á skrifum Paul Hawkins og er markmið hópsins að stuðla að 100 lausnum í átt að loftslagsbreytingum.

„Við höfum haldið ýmsa viðburði til að vekja athygli á lausnum sem stjórnvöld, einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér til að gera betur í loftslagsmálum. Einnig verðum við með stórt og spennandi festival í lok janúar þar sem Paul Hawkins, höfundur Drawdown bókarinnar, verður meðal annarra á mælendaskrá.“

Breytingar innan bransans

Árið 2012 stofnaði Inga kollektíf kvenna ásamt fjórum öðrum konum. „Hópurinn nefnist Alda Women og samanstóð af konum á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum og kynþáttum. Markmið okkar var að stuðla að aukinni fjölbreytni fyrirsæta í tískubransanum. Á þessum tíma var einstaklega lítil fjölbreytni í aldri fyrirsæta, stærðum þeirra og kynþætti. Við vildum setja út á einsleitnina og ég held að almenningur hafi líka verið að kalla eftir þessum breytingum, þá einnig innan hátískubransans. Það virtist enginn lengur vera æstur í að sjá eingöngu hvítar grannar fyrirsætur í tískuheiminum.“

„Við kröfðumst þess að við værum settar á sama stall og hver önnur fyrirsæta á vegum skrifstofunnar.“

Kröfðust þess að vera sendar í áheyrnaprufur

„Við byrjuðum á því að fara á allar módelskrifstofurnar og fundum raunar fyrir mikilli jákvæðni í okkar garð. Skrifstofurnar sáu sem betur fer virði í því að auka fjölbreytnina og við gátum valið úr skrifstofum. Við skráðum okkur á samning hjá módelskrifstofunni IMG models, sem var mjög framarlega á markaðnum og hafði tök á að knýja fram breytingar og kalla eftir því að tískuhúsin notuðu fjölbreyttari fyrirsætur. Við kröfðumst þess að við værum settar á sama stall og hver önnur fyrirsæta á vegum skrifstofunnar.

Við í Alda hópnum kröfðumst þess meðal annars að vera sendar í áheyrnarprufur fyrir tískusýningar, þó svo við værum vissar um að við yrðum ekki valdar. Við vildum taka þetta alla leið og draga athyglina að einsleitninni með því að mæta. Það sýndi sig líka að enginn virtist tilbúinn að taka á móti okkur í fyrstu. Við pössuðum einfaldlega ekki í fötin sem voru í boði. Á þessum tíma voru fáir að nota fyrirsætur í stærri stærðum, sérstaklega í hátískunni, sem er auðvitað fáránlegt.“

Í fyrstu byrjuðu fyrirtæki að nota eina og eina fyrirsætu í stærri stærð eða af öðrum kynþætti en hvítum, en mest til þess að sýnast. Boltinn fór svo að rúlla af alvöru hjá Ashley Graham, sem var einmitt ein af Alda hópnum. Hún er ein helsta stórstjarnan og líklega frægasta fyrirsætan í stærri stærð. Núna er fyrirsætubransinn orðinn mum fjölbreyttari og það er pláss fyrir mun fjölbreyttari módel en áður. Áhrifin hafa meðal annars komið frá okkar framtaki í Öldu, og líka Black Lives Matter hreyfingunni og fleirum. Ég held að þessar breytingar munu halda sér. Þetta hefur verið þróunin frá 2012 og ég held það það sé ekki sjens að þetta fari til baka. Almenningur mun einfaldlega ekki samþykkja það.“

Strangar kröfur

Inga segir að fyrirsætuferillinn hafi kennt sér ýmislegt, bæði gott og slæmt. „Þegar ég byrjaði að sitja fyrir fimmtán ára gömul voru mjög strangar kröfur í bransanum um að vera nógu grannur. Ég var á kafi í tennis sem krakki og á ákveðnum tímapunkti var ég beðin um að hætta að æfa þar sem ég þótti vera of sterk, sem mér finnst alveg fáránlegt í dag. En ég lét undan enda var mikil pressa á að vera sem grennstur og passa inn í fyrirframákveðið form, sem gaf ekki mikið pláss. Ég bjóst í raun ekki við að vera svona lengi í þessu, en ég hef sem betur ferið orðið vitni að mjög jákvæðum breytingun innan fyrirsætubransans síðan ég byrjaði.“

„Þetta var alger „gamechanger“ fyrir mig, að þurfa ekki lengur að pæla í því að vera sem allra grennst.“

Leikbreytir að huga að heilsunni

Þegar Inga var 20 ára ákvað hún að hætta að reyna að passa inn í plássið sem tískuhemurinn gaf henni. „Þetta var alger „gamechanger“ fyrir mig, að þurfa ekki lengur að pæla í því að vera sem allra grennst. Ég gat farið að hugsa um að vera hraust og sterk. Ég fór í jógakennaranám og byrjaði að huga almennilega að heilsunni fyrst og fremst. Það hefur nefnilega aldrei átt sérstaklega vel við mig að vera mjög upptekin af því að vera mjög grönn.

Það mikilvægasta sem ég hef lært á fyrirsætuferlinum er að treysta innsæinu og standa á mínu. Ég var svo ung þegar ég var að byrja í þessu og ferðaðist um allan heim fyrir starfið. Ég þurfti að alast upp mjög hratt og veit það í dag, orðin 37 ára gömul, að það er mikilvægt að hugsa vel um sig og láta vinnuna ekki stjórna sér. Heilsan er svo ótrúlega mikilvæg og gerir lífið þess virði að lifa því.

Eftir að ég flutti til Íslands hef ég byrjað aftur að stunda tennis og svo fer ég líka í sjósund. Svo langar mig líka að kíkja meira upp á fjöll og njóta náttúrunnar til hins ítrasta. Ég hef til dæmis aldrei farið Laugarveginn og á bæði Fimmvörðuhálsinn og Hornstrandir eftir.“

„Ég hef líklega verið einn af þeirra fyrstu viðskiptavinum.“

Kynntist kombucha í New York

Þegar Inga var átján ára í New York byrjaði hún að stunda jóga. „Eftir æfingar sótti ég kaffihús í grenndinni og þar kynntist ég kombucha drykknum í fyrsta sinn. Ég var að sækja í eitthvað hollt og gott eftir jógaæfingar og kombucha uppfyllti bæði. Á þessum tíma fékkst ekki kombucha á Íslandi svo þetta var alveg nýtt fyrir mér. Upp frá þessu hef ég alltaf verið mjög hrifin af drykknum og þegar ég sá að Kombucha Iceland var byrjað að framleiða íslenskt kombucha úr íslensku vatni og hráefni varð ég himinlifandi. Ég hef líklega verið einn af þeirra fyrstu viðskiptavinum.

Inga segir að uppáhaldsbragðið verði líklega alltaf engiferbragðið frá Kombucha Iceland. Mynd/Dani Guindo

Ég drekk kombucha mjög reglulega, kannski svona 4-5 sinnum í viku, og ég sæki í það þegar ég á það til. Sjálf er ég ekki endilega að skipta út víni fyrir kombucha en ég sé alveg að það geti verið góður kostur fyrir fólk sem vill minnka áfengisneyslu eða taka hana alveg út. Ef ég væri að gera eitthvert átak þá myndi ég klárlega sækja í kombucha til hátíðarbrigða einnig.

Uppáhalds

„Ég hef ferðast um allan heim og drukkið kombucha allstaðar þar sem ég finn það, svona eins og vínáhugamenn sötra vín hvert sem þeir koma. En ég get sagt að kombuchað frá Kombucha Iceland er algerlega í uppáhaldi. Þetta eru svo fallegar flöskur og svo er þetta einfaldlega svo vel gert hjá þeim. Þau eru að framleiða allskonar spennandi brögð sem mér finnst gaman að prófa. Uppáhaldsbragðið er og verður líklega alltaf engiferbragðið, en ég er líka mjög hrifin af krækiberja og glóaldin brögðunum frá Kombucha Iceland. Það er líka gaman að sjá hvað Kombucha Iceland er komið á marga staði. Þetta eru svo flott fyrirtæki og þau eru svo með þetta.“

Má bjóða þér sopa af kombucha?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum