fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Kynning

Áttir þú Milletúlpu í denn?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 30. september 2022 09:00

Útivistarvöruverslunin Hlaupár er með frábært úrval af búnaði fyrir útivistina. Myndir/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin Hlaupár í Fákafeninu hefur það að markmiði að bjóða upp á fyrsta flokks hlaupa- og útivistarfatnað. Verslunin er með úrval af búnaði frá hágæða útivistarmerkjum sem hentar ýmiss konar útivist.  

„Í upphafi sérhæfðum við okkur í hlaupavörum enda erum við bæði eigendurnir mikilir áhugamenn um hlaup,“ segir Þórdís Wathne. Þeim fannst áðum vanta almennilegar vörur hér á landi og því ákváðu þau að fara út í þennan rekstur. „Síðan höfum við þróað vöruúrvalið jafnt og þétt út í göngubúnað, gönguskíði og útivist í víðu samhengi,“ segir Þórdís.

Endurvekja Millet drauminn

Fyrir stuttu hóf Hlaupár að flytja inn Millet vörurnar, en að sögn Þórdísar var upphafið af því ævintýri nostalgíukast hjá manninum hennar. „Sko. Þegar hann var ungur, á gullaldartímabili Millet á Íslandi, var hann einn af þeim sem eignaðist aldrei Millet úlpu. Hann man eftir því að foreldrar hans gáfu honum einhverntíma eftirlíkingu af þessari vinsælu úlpu í jólagjöf, en það vita það flestir sem hafa fengið eftirlíkingu af einhverju sem þá langar í, að það er eiginlega verra en að fá bara eitthvað allt annað. Sjálf er ég aðeins yngri en maðurinn minn en kannaðist við Millet úlpurnar úr skátastarfinu í gamla daga.

Við höfðum samband við Millet og komumst að því að það væri enginn á Íslandi að flytja þessar vörur inn, svo okkur var boðið að taka við keflinu hér heima. Við vorum mjög spennt enda erum við með því að endurvekja gamla Millet drauminn hjá manninum mínum,“ segir Þórdís. „Millet leggur mikið upp úr sjálfbærni og hluti af þeirra stefnu er að flíkurnar séu að stórum hluta gerðar úr endurvinnanlegum efnum. Einnig finnst okkur skipta máli að stór hluti framleiðslunnar er í Evrópu.“

Gamla lógóið ýfir upp nostalgíuna

Millet kallar sig „vertical“ merki, og er í grunninn fjallamerki. „Þau sérhæfa sig í göngum, skíðum og allri svona „alvöru útivist“. Merkið var stofnað árið 1921 og fagnaði því 100 ára afmæli í fyrra. Í tilefni þess endurvöktu þau gömlu retro heritage línuna og settu aftur í framleiðslu. Sömuleiðis endurvöktu þeir gamla lógóið sem prýðir línuna. Lógóið er áhrifaríkara en nýja týpan og vekur upp í mörgum gífurlegt nostalgíukast.

Þetta er glæsileg lífstílslína sem inniheldur dúnúlpu sem er sambærileg þeirri sem var hvað vinsælust hér í denn. Einnig eru hettupeysur og bolir og fleira með gamla lógóinu á. Við erum með mikið af Millet vörum almennt í versluninni, en einnig stóran hluta af þessari retró línu. Að auki er mikið væntanlegt með haustinu. Það er líka gaman að segja frá því að eitt það fyrsta sem viðskiptavinir ræða um, þegar þeir koma inn í búðina og sjá línuna, er hvort þeir hafi átt Millet úlpu eða ekki,“ segir Þórdís.

Millet vörurnar eru algerar gæðavörur gerðar fyrir útivist og henta íslenskum veðuraðstæðum einstaklega vel. Verðbilið er afar breitt og vöruúrvalið líka. Þú getur því fengið allt frá fínum útivistarvörum sem henta í flesta almenna útivist upp í vörur fyrir fólk sem ætlar upp á Everest. Millet á einmitt marga Everestfara sem hafa toppað í Millet,“ segir Þórdís.

Valið inn af alúð

„Okkur finnst skipta máli að við handveljum allt sem við seljum í versluninni. Við gerum þær kröfur að okkur líki við hverja og eina vöru bæði gæðalega séð og útlitslega. Við bæði og starfsfólkið í versluninni erum öll áhugafólk um útivist og sökkvum okkur í hverja vöru fyrir sig. Þetta eru vörur sem við notum sjálf eða höfum notað sjálf og kunnum að meta. Stundum seljum við margar vörur úr einu vörumerki og stundum erum við bara með eina vöru frá ákveðnum vörumerki. Fólk getur treyst því að allt sem fæst í versluninni sé valið af alúð.

Vinsældir Hoka skónna hafa varið vaxandi með ári hverju enda eru þeir þekktir fyrir einstaka mýkt og frábæra dempun sem henta í útihlaupin hvort sem er á malbikinu eða í náttúruhlaupin. Johaug er einnig afar vinsælt enda er það sérhannað fyrir konur í útivist.

Franska útivistarmerkið Uglow er líka með frábærar vörur og hafa vatns- og vindheldu jakkarnir þeirra verið einstaklega vinsælir hjá okkur. Þeir eru með mynstri með endurskini sem gefur góðan sýnileika í skammdeginu.

Í Hlaupár versluninni starfar ómetanlegt starfsfólk sem nostrar við viðskiptavininn. Það veitir okkur mikinn drifkraft að viðskiptavinir okkar eru allajafna á fullu í sportinu og kunna að meta okkar framlag. Það er líka ótrúlega skemmtilegt að fá til okkur nýliða í göngum eða útihlaupum, kynna fyrir þeim keppnir sem eru á næsta leyti og sjá þá svo á skráningarlistanum fyrir næsta hlaup.“

Glæsilegur gjafaleikur: Færð þú Millet úlpu?

Hlaupár og DV standa nú fyrir glæsilegum gjafaleik sem hægt er að taka þátt í neðst í greininni. „Við ætlum að gefa í verðlaun vörur frá Millet merkinu. Í verðlaun verða Millet úlpa, tvær Millet hettupeysur og svo tveir Millet bolir og húfur saman.“ Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrá þig í pottinn neðst í greininni. Dregið er úr vinningum föstudaginn 7. október. Fimm heppnir þátttakendur vinna Millet vörur frá Hlaupári.

Út að hlaupa í vetur

Þórdís elskar útihlaup og hleypur mikið úti allan ársins hring. „Persónulega finnst mér útihlaupin á veturna alls ekki síðri en á sumarhlaupin. Ef eitthvað er, þá eru þau bara enn meira spennandi. Mér finnst æðislegt að fara út að hlaupa í hvaða veðri sem er og hér á Íslandi erum við heppin að upplifa þennan fjölbreytileika í veðrinu. Maður er bara enn hressari eftir að hafa farið út að hlaupa í brjáluðu veðri en í glaðasólskini.

Svo framarlega sem maður er í réttum búnaði, þá þarf ekki margar flíkur í hlaupið á veturna. Ullin er þar algert lykilatriði, og skal vera innst. Næst kemur skelin, það er vindheldur jakki og helst buxur líka. Ekki má gleyma mannbroddunum í hálkunni. Lambhúshettan toppar svo allt. Hún gerir kraftaverk í miklum kulda,“ segir Þórdís.

 

Skilmálar: Með því að taka þátt og senda inn gögn samþykkir þú notkun persónuupplýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er skráning með nafni og símanúmeri sem er einungis notaðar til þess að draga vinningshafa og verður eytt af leik loknum. Gefir þú upp netfang veitir þú Torg ehf leyfi til að senda þér tilkynningar um gjafaleiki auk annarra markpósta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“