fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Kynning

SS er trygging fyrir gæðum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 25. mars 2021 12:17

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir félagið kappkosta að vera skrefi á undan nútímanum og bjóða neytendum upp á spennandi vörur á sanngjörnu verði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga SS má segja að sé samofin sögu íslensku þjóðarinnar enda er fyrirtækið stofnað árið 1907 og 114 ára gamalt. Félagið er með elstu fyrirtækjum á íslenskum markaði.

Að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS hefur félagið verið umsvifamikið frá stofnun og mikilvægur hlekkur í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar. „Í upphafi 20. aldar var slátrun og úrvinnsla kindakjöts komið í mikið óefni. Kaupmenn keyptu fé á fæti af bændum sem voru ekki með neina tryggingu fyrir að geta selt afurðir sínar. Dæmi voru um að bændur rækju féð til Reykjavíkur til að selja, en ef ekki tókst að selja féð þurfti að reka það aftur óselt heim síðla hausts. Slátrun var á velli (utanhúss) og mikið var flutt út af söltuðu dilkakjöti sem var illa verkað og endaði jafnvel sem dýrafóður erlendis.

Það var við þessar aðstæður sem framtakssamir menn tóku sig saman og undirbjuggu stofnun SS sem varð svo að veruleika 28. janúar 1907 við Þjórsárbrú. Mikill kraftur var í félaginu strax frá byrjun og fyrir haustið hafði verið byggt stórt sláturhús að Skúlagötu 20 þar sem félagið starfaði næstu 90 árin. Frá upphafi og alla tíð síðan hafa gæði verið aðalsmerki SS og það sem félagið stendur fyrir öðru fremur,“ segir Steinþór.

SS er vissulega „Fremst, fyrir gæðin“ en Umhverfisstefna SS tryggir einnig gæði vörunnar á umhverfissviði.

SS er framlenging á atvinnurekstri bænda

Að þessu leiti hefur félagið haft gífurlega þýðingu fyrir bændastéttina á Íslandi. „Það er mjög mikilvægt fyrir bændur að eiga öflug afurðafélög sama hvort það er SS eða önnur sambærileg fyrirtæki, jafnt í kjöti sem mjólkurafurðum. Stöndug fyrirtæki geta stundað nýsköpun og markaðssetningu á vörum sem nýta afurðir bænda sem minni aðilar geta ekki gert í sama mæli. Stærðin gefur þeim einnig bolmagn til að takast á við tímabundinn mótbyr ef á reynir. Til hliðsjónar má benda á Norðurlönd þar sem samvinnufélög bænda eru ráðandi í úrvinnslu afurða og fóðurviðskiptum. Það gleymist stundum en samvinnufélag eins og SS er í raun framlenging á atvinnurekstri bænda. Við seljum vörur til neytenda sem eru í raun eins mikið beint frá býli og hægt er. Mælikvarði á rekstur samvinnufélags er ekki aðeins hagnaður heldur einnig sú þjónusta sem félagið veitir.“

SS framleiir einnig vinsælu og bragðgóðu 1944 skyndiréttina.

Gæðafæða bragðast bezt

„SS, fremstir fyrir bragðið“ er eitt af þessum slagorðum sem hafa borað sig djúpt í undirvitund þjóðarinnar en að sögn Steinþórs varð slagorðið til um 1990. „Um langt skeið hafði slagorðið „Gæðafæða bragðast bezt“ verið notað en svo tók nýtt slagorð við. Í slagorðinu frá 1990 felst orðaleikur. Að vera fremstur fyrir bragðið er að vera leiðandi og orðið „bragð“ er sömuleiðis tilvísun í gott bragð og í gæði. En tímarnir breytast og nýlega kynleiðréttum við slagorðið sem er „Fremst fyrir bragðið“ í dag.“

SS pylsur eru líklegast ein víðfrægasta fæða sem framleidd er á Íslandi og ósjaldan talað um þær sem þjóðarrétt Íslendinga. „Ég held að það sé hafið yfir allan vafa að „Ein með öllu“ og þar með SS pylsan, sé langvinsælasti skyndibiti Íslendinga síðustu 100 ár eða svo. Það sem er frábært við þessa vöru er að fyrir utan að vera einstaklega bragðgóð, þá er hún næringalega vel samansett með lágu fituinnihaldi. Það er svo auðvitað persónulegt val hvort fólk fær sér steiktan lauk og remúlaði með sem fullkomnar að margra mati bragðið en setur að vísu auka lóð á vogaskálir hollustunnar.“

Gróska og samkeppni

Steinþór segir að mikil gróska sé í innlendum kjötiðnaði og gríðarleg samkeppni á milli framleiðenda. „Það er skemmtileg áskorun að aðlaga reksturinn breyttum tímum. Megináhersla okkar er enda aðlögunarhæfni svo félagið haldi stöðu sinni og fagni er að því kemur tveggja alda afmæli. Inngangshrindranir eru litlar og oft má sjá vörur frá nýjum aðilum á markaði sem marka sér sess á afmörkuðum sviðum. Íslendingar eru nýjungagjarnir sem hjálpar minni aðilum.

Vöruúrval SS er afar fjölbreytt og endurspeglar það sem neytendur vilja.

Hvað varðar samkeppni við erlendar vörur þá stendur innlend framleiðsla nokkuð stöndugum fótum þrátt fyrir verðmun oft á tíðum. „Við erum fámenn þjóð sem nær því varla að vera meðalborg á Norðurlöndum. Lífskjör hér eru mjög góð og þar með er launakostnaður hár. Smæð markaðarins gerir það að verkum að erfitt er að sérhæfa sig og framleiða fáar vörur í miklu magni. Kostnaður okkar verður því alltaf umtalsvert hærri en hjá erlendum risaframleiðendum. Á það hefur verið bent að samanlögð velta allra innlendra afurðafyrirtækja er um 4% af veltu Danish Crown sem er umsvifamikið í innfluttum kjötvörum á Íslandi.“

Flestir gera sér þó grein fyrir því að það eru umtalsverðir kostir að versla við íslensk fyrirtæki. „Kostirnir eru margvíslegir og einn kosturinn er sá að þú veist hvað þú færð og gæði vörunnar eru tryggð alla leið frá bónda yfir í tilbúna vöru. Í SS vörum er eingöngu íslenskt kjöt sem er einnig trygging fyrir því að fá kjöt sem er framleitt við bestu mögulegu skilyrði á íslenskum fjölskyldubúum en ekki erlendum verksmiðjubúum. Innanlands er einnig ein minnsta sýklalyfjanotkun í heiminum.“ Steinþór bætir við að íslenskur landbúnaður snúist ekki aðeins um atvinnusköpun og verð á kjöti og mjólk. „Íslenskum landbúnaði fylgir töluverður virðisauki meðal annars fyrir ferðaþjónustuna, sem skapast af þeirri byggð og þjónustu víða um land, sem byggist á landbúnaði.“

Umhverfisstefna er gæði

Umhverfisstefna SS er hluti af gæðastefnu félagsins segir Steinþór. „Gæði finnast ekki eingöngu í framleiddri vöru heldur einnig í framleiðsluháttum og þar með því hvaða áhrif starfsemi okkar hefur á umhverfið. Félagið fylgir mjög vel skilgreindri umhverfisstefnu með það að markmiði að starfsemi félagsins hafi eins lítil áhrif á umhverfið og mögulegt er. Staða félagsins er mjög góð á þessu sviði og starfsemi Orkugerðarinnar, sem við eigum stóran hlut í, gefur okkur vissa yfirburði á okkar sviði. Nánar má sjá um umhverfisstefnuna á vef okkar: www.ss.is.“

 

Hægt er að lesa nánar um átakið Íslenskt – Láttu það ganga á www.gjoridsvovel.is og facebooksíðunni: Íslenskt gjörið svo vel.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.11.2021

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann
Kynning
05.11.2021

Fann mun á sér eftir fjóra daga á CBD

Fann mun á sér eftir fjóra daga á CBD
Kynning
22.09.2021

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO
Kynning
13.09.2021

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr
Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
02.07.2021

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn
Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!